Árbók Háskóla Íslands - 02.02.1923, Page 15
HANDRIT
innar eru ekki óyggjandi (smbr. athugasemdir Neckels, Zs.
f. d. deutschen Unterricht, XXX, 6, og Boers, Die Edda I,
Ixxii o. áfr.).* 1)
1) Pví miður hef eg ekki enn, þegar þetta er ritað, fengið Eddu-út-
gáfu Sievers sjálfs (Leipzig 1923) í hendur. En fyrir tveirn árum gerði
prófessor Sievers mér pann greiða að lána mér til yfirlestrar hand-
ritið af Völuspá, sem pá var búið til prentunar. Ég skrifaði þá hjá
mér öll aðalatriði, og hef síðan haft þau til samanburðar. Um gildi
þessara nýjustu rannsókna Sievers (aðalritið er enn þá Metrische
Studien IV, Leipzig 191S-19) eru fáir fullbærir að dæma, og ég alls
ekki. .En af þvi leiðir að sjálfsögðu, að þar sem niðurstaða hans ketnur
i bága við þær ályktanir, sem ég tel á eiuhverjum rökum bygðar, get
ég ekki tekið neitt tillit til hennar. Þessvegna er skoðana hans um
Völuspá (hann greinir þar vísuorð fyrir vísuorð á milli norskra og
islenzkra hluta kvæðisins og milli margra liöfunda, án þess að
eiga þar nokkra samleið með öðrum ritskýrendum, sem limað hafa
kvæðið sundur) að engu getið i þessu riti.