Árbók Háskóla Íslands

Volume

Árbók Háskóla Íslands - 02.02.1923, Page 33

Árbók Háskóla Íslands - 02.02.1923, Page 33
ÚMGERÐ OG UPPISTAÐA 2Ú jötnanna. Er það vafalaust að nokkru leyti rétt. En þó bendir 2. visa til, að völvan sé sjálf furðu gömul. Með 19., 20. og 27. visu hefst að nokkru leyti nýr þáttur í kvæðinu. Nú segir völvan veit ek (hon), þegar hún er að lýsa því, sem enn er óbreytt þegar kvæðið er kveðið, en oftast sér hon, sá hon. Þessi þáttur nær til 43. vísu. Sumir skýrendur hafa kallað hann lýsingu nútiðar, en það getur ekki verið rétt. Skáldið hugsar sér vafalaust vig Baldurs og refsingu Loka sem atburði fortíðar. Nútiðarlýsing (o: lýsing ástands hinnar líðandi stundar) er ekkert nema stefið (44. v.). Samt gerir frásagan um mót Óðins og völ- unnar þáttaskíftingu i kvæðinu. Eftir það eru hæflleikar hennar þroskaðri (sjá, í stað muna og vita), öll athygli hennar beind að tildrögum ragnaraka. En þessi tviskiftíng fortíðarinnar hlaut að leiða af sér rugling á tiðum kvæðis- ins. Þar sem lýst er þvi, sem hefur verið og er (19, 20, 27, 35—39) má vel vera nútið. Handritunum ber þar ekki sam- an, og ósamkvæmnin er auðsæ: jellu eitrdropar . . . sá er undinn salr (38. v.), gól um ásum . . . en annarr gelr (43. v.). Þetta hef ég reynt að laga í siðara lextanum, og getur hver haft það sem honum þykir trúlegast. 41. v. skil ég sem fortíðarlýsingu (præsens historicum), smbr. texta Hauksbókar. Með 45. v. verður alt aftur samkvæmt sjálfu sér: hrein framtíðarlýsing. Nú segir völvan: Brœðr munu berjask o. s. frv., og þar sem nútið er höfð, er framtiðarmerkingin aug- ljós. Sjálf völuspáin er ekki nema 45—65. v. Eitt af þvi, sem haft hefur verið til þess að greina á milli þriggja hluta Völuspár, eru hin svonefndu stef. Völuspá er ein um að hafa stef meðal Eddukvæða, fyrir utan stælingu hennar, Vspá ina skömmu. Það sem stundum hefur verið nefnt þvi nafni í Baldrs draumum, viðkvæði völunnar, er alt annars eðlis. En þó að stefin i Völuspá bendi á skyldleik hennar við dróttkvæðin, má ekki gleyma mismuninum. Engin drápa hefur sitt stefið af hverri tegund, eins og Völu- spá, og ekkert af þessum þrem stefjum er alveg samskonar og stef dróttkvæða: fyrsta stefið (Þá gengu regin öll, 6, 9, 23, 25) er fyrri hluti vísu, þriðja stefið (14. v.) heil visa, annað stefið (vituð ér enn, eða hvat) er ekkert annað en viðkvæði. Skáldið hefur farið þarna eftir smekk sínum og geðþótta, en engum reglum. Hann hefur stefin til þess að stilla blæ kvæðisins: í fyrsta hluta ráð og vald hinna ungu
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132
Page 133
Page 134
Page 135
Page 136
Page 137
Page 138
Page 139
Page 140
Page 141
Page 142
Page 143
Page 144
Page 145
Page 146
Page 147
Page 148
Page 149
Page 150
Page 151
Page 152
Page 153
Page 154
Page 155
Page 156

x

Árbók Háskóla Íslands

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Árbók Háskóla Íslands
https://timarit.is/publication/588

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.