Árbók Háskóla Íslands - 02.02.1923, Síða 50
40
VÖLUSPÁ
til, né djúpið og jörðin i djúpinu. Þetta kann að nokkru
leyti að stafa af því, að kvæðið er svo stutt og sköpunar-
sagan ekki aðalatriði. En meira mun þó hafa ráðið, að
skáldið var of djúpsær maður og mentaður til þess að geta
sætt sig við barnalegar og grófar hugmyndir alþýðu manna
um sköpun heimsins, eins og þær koma fram í Vfþrm. og
Grímnismálum. Að visu hlýtur hann að gera ráð fyrir jötn-
um og Jötunheimum, líklega fyrir utan Ginnungagap. Frá
þeim eru Burs synir komnir. En hann minnist ekkert á
uppruna jötna, lætur hann vera hulinn óttumyrkrinu, og
hann gerir alls ekki ráð fyrir, að jörðin sé sköpuð úr Ými.
Var það lika ekki óþolandi smekkleysa, að kalla jörðina í
annari andránni beðju óðins og móður Þórs (smbr. mögr
Hlóðynjar, Fjörgynjar burr i 56. v.), en telja hana í hinni
vera hræið af Ými? Enda er það merkilegt, að svo mjög
sem hirðskáldin þurfa á jarðar(landa)-kenningum að halda,
þá glæpast þau aldrei á því að kalla hana Ýmis hold eða
þ. u. I., en kenna hana þvi meir við óðin og Þór. Er þetta
eitt, sem sýnir, að Völuspá stendur einna næst dróttkvæðun-
um af goðakvæðum Eddu.
Áðr getur bæði merkt: forðum, og: þangað til, unz. Boer,
sem álítur þessa vísu upprunalega upphaf kvæðisins, kýs
auðvitað fyrri merkinguna. En miklu eðlilegra er að láta
orðið visa til lýsingarinnar í síðustu vísu, enda er það ein-
mitt haft í samskonar sambandi hvað eftir annað í Vspá
(33, 45, 47).
Burs synir. Frá ætt Burs (eða Bors) segir Snorri, og telur
hann, eftir fornum kvæðum, vera son Búra jötuns, en kona
hans var Bestla Bölþornsdóttir. Bors sonu telur hann óðin,
Vilja og Véa, enda er óðinn í elztu kvæðum, Ynglingatali
og Sonatorreki, kallaður bróðir Vilja (Vílis). En ef nokkuð
má ráða af 18. vísu, ætti Bors synir i Vspá að vera Óðinn,
Hœnir og Lóðurr.
bjöðum um ypðu. Bjöð virðist vera fleirtöluorð hvk. (Ger-
ing telur það þó kvk.), og merkir land (lönd). Bugge telur
orðið tekið úr irsku (Studier I, 6), en ekki er það nema til-
gáta. Yppa (af upp) er hér i frummerkingunni: lyfta. Hér
er þá ekki sagt annað um uppruna jarðar, en að henni hafi
verið lyft úr sæ, og kemur það enn greinilegar fram í 59.
visu: Sér hon upp koma öðru sinni jörð ór ægi . . .
Miðgarðr er víða nefndur í kvæðum, og oftast í samband-
inu und Miðgarði: á hinni bygðu jörð. Fornskáldin virðast