Árbók Háskóla Íslands - 02.02.1923, Qupperneq 51
4—5. v.
SKÝRINGAR
41
hafa hugsað sér Miðgarð geysimikla g'rðingu, eins konar
Kínverjamúr, er goðin hefði hlaðið (úr brám Ymis, Grimnism.
41) til þess að vernda mannfólkið fyrir ágangi jötna. Ef til
vill hafa menn í aðra röndina gert þar ráð fyrir torfæru
skógarbelti (smbr. sögu Snorra um för Þórs til Útgarða).
Nafnið kemur fyrir í öðrum germönskum málum: gotn.
midjungards, engils. middangeard, og merkir þar blátt áfram:
hin bygða jörð, veröld. Er skamt milli þessara merkinga,
það sem girðir og það sem girt er, smbr. þýzku zaun (girð-
ing), ísl. tún, ensku town — og nöfnin: Ásgarðr, Útgarðar,
Holmgarðr, Mikligarðr o. s. frv. Þessi síðari merking kemur
fram í nafninu Miðgarðsormr (smbr. moldþinurr í 60. v.),
liklega í Miðgarðs véurr (56. v.) og hérna: Bors synir mót-
uðu jörðina, sem upp kom úr hafinu, gáfu henni það lag,
að hún yrði byggileg (skapa er upprunalega ekki »gera úr
engu«, heldur: mynda, laga).
salar steinar: hinn grýtti sjávarbotn, sein nú er orðinn
jörð. Salr kemur fyrir í merkingunni »jörð« í kenningum:
sals dreyri (fljót), salþak (himinn). Hoffory (Eddastudien
24—26) telur þetta upprunalegri merkingu en hina venju-
legu, og vísar m. a. til latn. solum (botn, grundvöllur).
laukur. Annaðhvort um gras yfirleitt, og bendir þá til ís-
lenzks uppruna kvæðisins (Björn M. Ólsen, Tímarit 1894,
37—38) — eða í orðinu er fólgin sú hugmynd, að á gullöld-
inni hafi ekki annað vaxið á jörðinni en laukur, hið ágæt-
asta gras, smbr.: þar gala gaukar, þar spretta laukar, (ísl.
þjóðs. II, 308), sem væri grœnn laukr ór grasi vaxinn
(Guðr.kv. forna 2), ættarlaukur o. s. frv. Fritzner vísar í
danskt þjóðkvæði: der gror ikke andet græs end lög, der
rinder ikke andet vand end vin.
5. vísa.
Miillenhoff, Finnur Jónsson o. fl. telja 5.-6. vísu síðari
viðbót, og finna þeim það til foráttu, að efnið samrýmist
ekki 4. vísu. Þar sé sagt, að sól hafi skinið úr suðri og
frjóvgað jörðina, á eðlilegan hátt. En nú er alt í einu eitt-
hvað orðið bogið við sólarganginn. Þetta er skarplegt — ef
til vill of skarplegt til þess að vera sannfærandi. Gat ekki
sólin, í hug Norðurlandabúa, sem þekti ekki ógn hitans,
verið frjóvgandi, þó að hún reikaði um himininn án þess að
finna sali sína? Eða gæti ekki efnið í síðara hluta 4. v.
6