Árbók Háskóla Íslands - 02.02.1923, Side 68
58
VÖLUSPÁ
er að gera sér altof hægt um vik, að strika bæði 21. og 22.
v. út vegna þess (Boer, Krilik, 300—301).
Gullveig, persónugervingur gullsins (veig = kraftur), niáttur
gullsins í konulíki (Múllenhoff). Smbr. kvennöfnin Hallveig,
Mjaðveig, Rannveig, Sólveig, Þórveig.
geirum sladdu; slgðja er hér venjulega skýrt »leggja í gegn«,
og Finnur Jónsson virðist í L. p. telja það sjálfstætt orð í
þeirri merkingu. En hvorugt mun rétt. Fjuir utan þennan
stað, er að eins um einn að ræða, Ragnarsdrápu 6: »Mjök
lét (Jörmunrekkr) styðja Gjúka niðja«. Á báðum stöðum
stendur eins á: vegendur þyrpast að hvaðanæva. Til saman-
burðar vil ég tilfæra þessa staði: »stóðu kesjur ok sverð svá
þykt á Brynjólfi, at varla mátti hann falla jgrira (Flat. II,
576). »Vápn stóðu svá þykt á Birkibein, at varla mátti hann
falla« (Heimskr., Magn. s. Erl. k. 42). »Svá slóðu þjokt spjót
á Aroni um hrið, at þá studdu hann aðrir spjótsoddar, er
öðrum var at lagit, en brynjan var svá örugg, at ekki gekk
á, ok því málti hann eigi falla svá skjótt, sem elligar mundi
hann« (Biskupa sögur I, 528).
Hárs, smbr. Óðinsnöfnin Háarr, Hávi.
þrisvar brendu. Múllenhoff benti á, að svo hafi gull verið
brent (smbr. brent silfur, gull) hvað eftir annað til þess að
skíra það, og mátti vel segja, að það væri endurborið hvert
sinn. En nægilegt er að benda á þessu til skýringar, að um
seiðmenn og völur þótti engin aftaka örugg, nema brenna
væri. Gullveig var það magnaðri, að hana varð að brenna
þrisvar (goðsagnatalan, smbr. síðustu vísu) og oftar, og
dugði þó ekki.
22. vísa.
Heiðr er völu-nafn í Hrólfs sögu kraka og Örvar-Odds
sögu, en vel getur það verið tekið eftir Yöluspá. Heiðr er
Gullveig afturgengin. Múllenhoff vildi skýra hétu = höfðu
heitið, og hugsaði sér, að efni þessarar vísu væri farið á
undan efni siðustu vísu. En ekkert verður eiginlega skiljan-
legra við það.
velspá, af velspár = spávís (sumir rita vélspá: sú sem
vélar i spám sínum).
vitta, magna (gefa löframagn); kemur ekki fyrir nema hér.
Dregið af vilt, vett, sem virðist sama og taujr (sjá a. fr. bls. 17).
Seið hon kunni o. s. frv. Hér greinasl allmjög skýringar