Árbók Háskóla Íslands - 02.02.1923, Síða 81
SKÝRINGAtt
28-30. v.
11
ganda, 22. v.) og vald það, sem hann gefur henni yfir huld-
um verum.
Ég skil efnið í vísunni á þessa leið: Óðinn gefur völunni
góðar gjafir. Hún tekur á öllum kröftum sínum og útisetan
tekst vel: hún fær spakleg fræði (um spjöll sjá skýringar við
1. v.) og spár frá öndum þeim, er að henni sækja, með töfr-
um sínum. Hún sér vítt yfir heiminn. — Ég álit þarfleysu
að skýra veröld hér öðruvísi en í öðrum kvæðum (Völuspá
sjálfri 45. v.) og alþýðumáli fyr og síðar. Múllenhoff stakk
upp á þvi að þýða: ætas hominum, sæculum, og þó hik-
andi, en ýmsir hafa tekið það upp eftir honum, m. a. Ger-
ing og Finnur Jónsson (tilvitnunin í L. p.: séa jramm of
veröld hverja, byggist á misgáningi; það stendur einmitt vítt,
o: um rúm, en ekki tíma). Veröld i merkingunni tímabil, öld,
kemur varla fyrir nema í þýðingum úr latnesku.
30. vísa.
Sá lion . . . vitt um, endurtekning frá niðurlagi síðustu
visu, og þó með nokkuð breyttri merkingu: langt að komn-
ar. Valkyrjurnar koma frá orustum og eru búnar að ríða til
annara nýrra.
Goðþjóð -- Gotar. Nafnið kemur fyrir í hetjukvæðum
Eddu og viðar (fyrir: Got-þjóð). Svo er líka venjulega skýrt
hér: þetta fagra nafn hinnar frægu herþjóðar táknar herskátt
mannfólk yfirleitt (smbr. gotar, gotnar = menn). Finnur
Magnússon, Finnur Jónsson o. fl. skilja goðþjóð (á þessum
eina stað) = goðaþjóðin, goðin, og telja þessa vísu undir-
búning næstu visu: ófriður er kominn í heiminn, og goðin
biða sjálf mest tjónið. En þetta getur ekki verið rélt. Val-
kyrjurnar (sem »kjósa val«) riða erindi Óðins, og kjósa
menn, en ekki goð. Enda fer Baldur til Heljar, gegn vilja
óðins og allra goða (smbr. Bugge, 40). Samhengið í kvæðinu
er hér með alt öðru móti, og hefur liklega aldrei verið full-
skýrt. Eitt af bjargráðum Óðins, þegar hann tekur að ugga
um örlög goðanna, er að safna liði: hann sendir valkj'rjurn-
ar til mannanna. En eins og önnur bjargráð i hendi þess,
sem örlögin hafa dæmt, snýst þetta honum til ógagns. Hann
eykur spillinguna i heiminum, með því að etja konungum
saman, og þar kemur, að hann er einn talinn valda öllu
bölvi (H Hund II 34). 45. v. sýnir gjörla, að höfundur Völu-
spár hefur talið stjTjaldir böl. í ragnarökum koma Einherjar