Árbók Háskóla Íslands - 02.02.1923, Side 103
18—50. v.
SKÝRINGAR
93
50. vísa.
Hrymr. Guðbrandur Vigfússon færði þetta nafn lil slofns-
ins lirum, og skýrði: gamalt, hrumur (af elli). Á þá skýringu
félst Múllenhoff og síðan margir aðrir. Hún er ekki aðeins i
samræmi við það, að oft er talað um gamla (forna, aldna)
jötna og tröllkonur, jafnvel í Yöluspá sjálfri (sjá skýringar
við 37. v.), heldur virðist slíkt nafn eiga mjög vel við í
ragnarökum. Askurinn er kallaður aldinn í 47. v. Björn M. ^
Ólsen (Arkiv XXX, 100—61) telur fjarstætt að kalla einn
aðalóvin goðanna »lasburða af elli«. En þess er þó að gæta,
að ragnarök eru líka endalok jötna, svo að vel má benda til
þess, að þeim sé tekið ai hrörna, enda er engra afreka Hiyms
getið og nógir ægilegri andstæðingar að ráða niðurlögum
goðanna. Skýring B. M. Ó., að Hrýmr sé = hrímþursi, af
*hrúm, er standi i hljóðskiftasambandi við hrím — gæti að
visu verið rétt. En hún gerir ráð fyrir, að nafnið sé eldgam-
all, þvi að í norrænu fara engar sögur af orðinu *hrúm.
Nú kemur nafnið hvergi fyrir i kvæðum, nema í Völuspá,
ekki einu sinni í Þulum. Bæði Múllenhoff og Olrik álita, að
Hrymr sé skapaður í sambandi við hugmyndirnar um ragna-
rök, og það er ekkert þvi til fyrirstöðu, að höfundur Völu-
spár hafi myndað nafnið. En sé það svo ungt, má heita
óhugsandi, að það sé myndað af *hrúm (ef það orð hefur
nokkurn tima til verið).
ekr austan. Með þessu er ekkert sagt um þróttleysi Hryms,
eins og Olrik virðist halda (Ragnarok I, 277). Þór sjálfur
ekur til Jötunheima (Rrymskv. 12, 21, Haustlöng 14. v.).
hefisk lind Jyrir. Hér er lind vafalaust skjöldur (ekki spjót)
úr lindiviði, smbr. höfðusk hlífar fyrir, Hákonarmál 11. Ryd-
berg (Undersökningar I, 123) telur hér átt við skjaldargaldur
(að gala und randir, Hávam. 156, sbr. barditus, sem Tacitus
segir frá) — og gerir sá skilningur lýsinguna áhrifameiri.
Jörmungandr, liinn mikli stafur (sivölum orminum likt
við staf), o: Miðgarðsormur. Hann byltir sér í sænum og
veldur miklu hafróti.
ari, annaðhvort almenl: ernir hlakka yfir bráðinni, sem í
vændum er (örninn jafnan talinn hræfugl i kvæðum forn-
skálda), eða: Hræsvelgr (sjá skýringar við 39. v.). ý/úPt*-/
neffölr. Um þelta orð eru mjög deildar meiningar. Bugge ________
segir í aths. við útgáfu sina (391): »Jeg foretrækker nu nef-
fölr, »blegnæbbet«, skjönt qiðfölr er stöttel af flere hskrr.«,