Árbók Háskóla Íslands - 02.02.1923, Page 119
65—6(5. v.
SKÝRINGAR
109
indi, þar sem farið er með sannanirnar á slíku hundavaði.
— Eða bendir ekki einmitt andstæðan ofan — neðan á, að
visan sé ort sem fastur hlekkur í þessu sambandi, ekki
tengd við á eftir?
2) Ekki tekur betra við þegar Niedner (Ragnarök 247—49)
finnur vísunni það til sakar, að hún sé ekki nema hálf.
Ætli síðari tima menn, sem juku visum inn i gömul kvæði,
hafi látið sig muna um að yrkja heilar vísur? A. m. k. töldu
ritarar pappirshandritanna ekki eftir sér að fylla upp í eyð-
una og bæta við siðara helmingi:
semr hann dóma vésköp setr,
ok sakar leggr, pau er vera skulu.
Einmitt það, að vísan er nú ekki nema hálf, bendir til þess,
að hún sé ort svo löngu áður en kvæðið var i letur fært
(o: frumrit H), að síðari hlutinn hafi haft tíma til að lýn-
ast. Og það er einmitt sorglegasta eyðan í Völuspá.
3) Það er að vísu rétt, að það sama er þrisagt í vísunni.
En einmitt þetta er líkt höfundi Völuspár, þegar honum er
mikið niðri fyrir. Eins og hann endurtekur frá vísu til vísu,
endurtekur hann innan sömu visu. Glöggvustu dæmin eru í
26. og 31. v., og er bent á þau í skýringunum hér að fram-
an. En lleiri mætti nefna: í 56. v. eru fjórar Þórskenning-
ar, í 57. v. er eldurinn þrínefndur: eimi — aldrnari — hiti
o. s. frv.
Það fer því svo fjarri þvi, að ástæða sé til þess að álíta
vísu þessa síðari viðbót, að sérstök rök eru fyrir því, að
hún sé eftir sama skáldið og orti kvæðið sjálft. Eins og ég
mun síðar skýra, er hún hvolfsteinninn í kvæðinu. Að visu
kemur þessi alvaldur eins og deus ex machina, hann er við-
bót skáldsins, á sér ekki verulegar rætur i heiðinni trú. En
skáldið þurfti einmitt á slíkum guði að halda, 'til þess að
leysa reikningsþraut tilverunnar, og frá hans sjónarmiði er
hann bein fullkomnun þess, sem á undan er komið. En
myndi nokkur kristinn maður, sem tók sér fyrir hendur að
- j'rkja inn i Völuspá til þess að gera hana að kristilegu
kvæði, hafa sýnt slíka hófsemi?
66. vísa.
Nið'höggr er áður nefndur í 39. (og ef til vill 50.) vísu.
Hér er hann kallaður bæði naðr og dreki, o: vængjaður