Árbók Háskóla Íslands - 02.02.1923, Síða 138
128
VÖLUSPÁ
á, fyrir utan það aðalatriði, að Ólafur hafi hlotið að þekkja
þennan spádóm og beitt honum úr því að hann þekti hann.
Eftir fall Ólafs verður landið aftur nær alheiðið á skömm-
um tíma. í*að gæti bent til þess, að allur staður hafi verið
úr kristninni, eins og ofbentum boga, þegar spáin rættist
ekki. Minjar eru um það, að ekki hafi Ólafur og klerkar
hans boðað tómt fagnaðarerindi. Hallfreðr deyr með óttann
við dómsdag og helvíti á vörunum. í Kristni sögu er sagt,
að svo mikil ógn hafi fylgt orðum þeirra Gissurar og Hjalta
á þinginu 1000, að engir óvinir þeirra þorðu að tala á móti
þeim. Pessi orð verða skiljanleg, ef þeir hafa getað fullyrt,
að heimsendir væri fyrir dyrum. í kristniboðinu á lslandi
var meiri ástæða til þess að leggja áherzlu á þetta atriði.
Konungsvaldið náði þar ekki til manna, nema lauslega, svo
að andlegt ofbeldi var eina úrræðið. Enda var Pangbrandur
maðurinn til þess að leggja út af þeim texta, svo að ekki
væri bragðlaust.
Merkilegt er líka, hversu mikið ber á Mikjáli erkiengli í
kristniboði ólafs Tryggvasonar. Mikjáll var frægur fyrir
viðureign sína við drekann (Opinb. Jóh. 12, 7), og þátt sinn
í efsta dómi. Vísubrot Arnórs jarlaskálds lýsir vel hugmynd-
unum um hann á fyrra hluta 11. aldar:
Mikáll vegr, pats misgört þykkir,
manvitsfróðr, ok alt et góða;
tyggi skiptir síðan seggjum
sólar hjalms á dœmistóli.
Þetta samsvarar alveg myndum í ýmsum miðaldakirkjum,
þar sem Kristur er sýndur efst á dómstólnum, en fyrir neð-
an Mikjáll með vogina. En á hvora hönd honum sinn hóp-
urinn: hólpnir menn, sem engill leiðir til himna, og for-
dæmdir, sem djöfull fer með fjötraða í verra staðinn. ólafur
konungur heldur Mikjálsmessu mjög hátiðlega, og sú messu-
gerð hefur þau áhrif á íslendinga í Noregi, að þeir taka
kristni (Kristni saga k. 10, Heimskr., Ól. s. Tr. k. 82). Alveg
sama sagan gerist hjá Þangbrandi á íslandi. Hann syngur
messu á Mikjálsdag, »ok hafði mikit við, þviat hátið var
mikik. Hann segir Halli af Síðu, að Mikjáll »skal meta alt
þat, er þú gerir vel, ok er hann svá miskunnsamr, at hann
metr þat alt meira, er honum þykkir vel« (Njála, k. 100).
Þessar fortölur geðjast Halli svo vel, að hann tekur skírn og