Árbók Háskóla Íslands

Volume

Árbók Háskóla Íslands - 02.02.1923, Page 141

Árbók Háskóla Íslands - 02.02.1923, Page 141
SKÁLDIÐ 131 og ill, sannfæringin um, að alt ætti að farast. Allar helztu hetjusögur sögðu frá þrautum og falli: Sigurður Fáfnisbani, Gjúkungar, Atli, Hrólfur kraki, Hagbarður o. s. frv. — allir fara sömu leið. Yfir goðin sjálf á sama að ganga. Sá er sæl- astur, sem sér skamt fram undan. En þrekið var ekki sama og fyr. Sálarlíf þroskuðustu mannanna, undantekninganna í fararbroddi hins andlega lífs, var orðið of samsett til þess að þeir gæti verið glaðir eftir valdboði viljans.1) Fyrir þá, sem lögðu mælikvarða siðferðisins á heiminn, var lítil hugg- un í þvi, að hann ætti að endurnýjast eftir ragnarök — jafn- spiltur. Það voru ekki manndygðir Lifar og Lífþrasis, Móða og Magna (Vfþrm.), sem gáfu þeim í arf hinn nýja heim, heldur blind örlög. Átti þá hvað eftir annað að leika sama leikinn upp aftur? Höfundur Völuspár hefði getað tekið undir með Mynster: »Önd min er þreytt — hvar má hún finna hvíld?« Lífsskoðun hans var að vísu margþætt og auðug, en hana skorti takmark og samhengi. Hún gat dreift sviðanum með því að tvístra persónunni, en hún gat ekki læknað hann. Þá kemur kristniboðið, líklega prédikun Þangbrands, til sögunnar. Hún hefur vafalaust verið einföld: afneita goðun- um, sem væri ekki nema mold og aska, en trúa á Krist, engla og helga menn. Þetta var í sjálfu sér ekki veruleg nýjung, því að flestir höfðu heyrt kristninnar getið. En svo komu hin miklu tíðindi: dómsdagur er í nánd, nú eru síð- ustu forvöð að taka sinnaskiftum. Nú verða menn dæmdir eftir verkum sinum, illir menn fara til helvítis, en góðir menn munu lifa i eilífri sælu með Kristi sjálfum. — Pessi heimsslit voru ekki tilgangslaus leikur, þar sem byrjað var aftur á öllu í sama horfi. Þau voru endir baráttunnar og upphaf hins sanna og fullkomna lífs. Þessi kenning gat veitt skáldinu frið. Þetta var það, sem vantað hafði í hina fornu trú. Völuspá verður aldrei rétt skilin, allrasízt afstaða hennar til kristninnar, meðan talað er um, að skáldið hafi ort hana i vissum tilgangi, hvort sem sá tilgangur er álitinn hafa verið að verja heiðna trú gegn kristninni (Finnur Jónsson), eða ryðja kristninni braut með því að sýna, að heiðnin »beri í sér sinn eigin dauðadóm« (Björn M. ólsen). Ef slíkur 1) í ritgerð um átrúnað Egils Skallagrímssonar mun ég síðar minn* ast nánar á hina fornu bölsýni.
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132
Page 133
Page 134
Page 135
Page 136
Page 137
Page 138
Page 139
Page 140
Page 141
Page 142
Page 143
Page 144
Page 145
Page 146
Page 147
Page 148
Page 149
Page 150
Page 151
Page 152
Page 153
Page 154
Page 155
Page 156

x

Árbók Háskóla Íslands

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Árbók Háskóla Íslands
https://timarit.is/publication/588

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.