Árbók Háskóla Íslands

Volume

Árbók Háskóla Íslands - 02.02.1923, Page 142

Árbók Háskóla Íslands - 02.02.1923, Page 142
132 VÖLUSPÁ tilgangur hefði vakað fyrir skáldinu áður en hann fór að yrkja kvæðið og meðan hann var að þvi, væri hófsemi hans óskiljanleg, á hvora sveifina sem hann hefði hallast. En einkum væri þá erfitt að skilja framsetningu kvæðisins, inn- blástur skáldsins, hina myrku og flughröðu frásögn. Hún sýnir ljósast, að kvæðið er ort um leið og skáldinu opnast ný útsýn yfir tilveruna, er ort af þvi að skáldið gat ekki annað, ort i guðmóði og ósjálfrátt. Svo mikið sem talað er um innblástur (inspiration), gera menn sér venjulega litla grein fyrir, hvað hann er, eða hvernig sálarfræðilega verður gerð grein fyrir honum. Hverju smáskáldi er tamt að tala um, að »andinn komi« yfir sig, þó að sannleikurinn sé sá, að þeir hafi alla sina æfi verið að leita dauðaleit að anda, eða jafnvel orðum. Öllum mann- legum verkum má skifta í tvo flokka, eftir því hvort þau eru unnin af þrá eftir marki (tilgangi), eða þörf sem knýr innan frá. Þegar unnið er vegna marks, eru stigin mörg: hugmyndin af þvi, sem að er stefnt — þráin og viljinn að fullnægja henni — baráttan fyrir markinu. Þegar innri þörf brýzt fram, verður ekki greint milli marks, þrár og verks. Skapsterkustu menn vita ekki af, að þeir hafi neinn vilja, af því að ekkert bil er milli vilja og baráttu. Innblásnu mennirnir vita ekki, að þeir hugsa, af því að hugsunin er of óskift til þess að athuga sjálfa sig. Þessvegna finst þeim (og hafa þar ef til vill á réttu að standa), að þessar hugs- anir hafi þeir ekki fundið. Þeir hafa ekki þurft að leita. Þær hafa komið — frá andanum.1) Nietzsche hefur lýst þessu manna bezt á sínu sviði: »Hefur nokkur maður, nú i lok 19. aldar, skýra hugmynd um það, sem skáld máttugra alda nefndu innblástur? Að öðrum kosti ætla ég að lýsa því. — Væri nokkur snefill 1) I. P. Jacobsen lýsir þessum manuamun á viljans sviöi í Niels Lyhne: »De folk . . . kom ham for som centaurer, mand og hest een stöbning, tanke og spring eet, eet eneste, tnedens han var delt i rytter og hest, tanke eet, spring noget andet.tc — Bertrand Russell skýrir vel muninn á impulse og desire í Principles of Social Reconstruction. — Simmel gerir í bók sinni um Goethe greinarmun á »Gezogenwerden vom Ziel« og »Wachsen von der Wurzel her.« — Djúpsýn (intuition) Bergsons er í pví fólgin, aö hugsun um hina æðstu hluti veröi jafn- ósjálfráð og markviss og eðlishvötin (instinkt). — Mestan fróðleik um innblástur er auðvitað að flnna, beinlínis og óbeinlinis, hjá spámönn- um og dulspekingum ýmissa trúarbragða.
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132
Page 133
Page 134
Page 135
Page 136
Page 137
Page 138
Page 139
Page 140
Page 141
Page 142
Page 143
Page 144
Page 145
Page 146
Page 147
Page 148
Page 149
Page 150
Page 151
Page 152
Page 153
Page 154
Page 155
Page 156

x

Árbók Háskóla Íslands

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Árbók Háskóla Íslands
https://timarit.is/publication/588

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.