Árbók Háskóla Íslands

Årgang

Árbók Háskóla Íslands - 02.02.1923, Side 144

Árbók Háskóla Íslands - 02.02.1923, Side 144
134 VÖLUSPÁ svo í hendur búinn, að hinn riki vildi taka sér þar bólfestu. Þessi nýja útsýn gagntók hann. Hann hugsaði ekki né skildi: hann sá, honum var sýnt. Hann varpaði ekki heiðninni frá sér. Ef til vill hafði það bezta í henni aldrei verið honum dýrmætara en eftir hina skilningslausu árás kristniboðans. En með því umburðarlyndi, sem heiðnin hafði fram yíir kristnina (og var eitt af því, sem olli falli hennar), tók hann úr hinum nýja boðskap það, sem hann þurfti til þess að geta fullkomnað lífsskoðun sína. Alt þetta gerðist í furðu skjótri svipan, eins og títt er um trúarhvörf (sinnaskifti). Þetta var í raun og veru trúarsigur: sundurklofin sál, sem fann sannindin, er gátu gert hana heila, — en hann kom um leið fram í skáldlegum innblæstri. Örlög heimsins birt- ust honum í hverri myndinni af annari. En þessar myndir og líkingar, sem gerðu tilveruna Ijósa fyrir hann, gera kvæði hans myrkt fyrir oss nútíðarmenn — kvæðið, sem heillar enn hugi manna, og er þó jafn ófullkomin mynd af sálar- reynslu skáldsins og rastirnar í fjöruborðinu af brimróti hafsins. III. Introile, nam et hic dii sunt. Völuspá1) skýrir ekki með einu orði frá þvi, hvernig heim- urinn og elztu ibúar hans, jötnar og goð, hafi til orðið. í upphafi var ekkert nema Ginnungagap, hið mikla tóm. Pá er næst sagt frá þvi, að Burs synir lyftu jörðinni úr sænum og gerðu hana byggilega: skópu Miðgarð, mörkuðu brautir himintungla og skipuðu tímatal. Petta mikla stökk í frásögn kvæðisins mætti að vísu skýra 1) f þessum III. kafla reyni ég að segja frá lífsskoðun Völuspár á þann hátt, að hver nútímamaður geti áttað sig á henni. Pað sé fjarri mér að »leggja út af« Völuspá. Eg vildi ekki segja annað en það, sem vakti fyrir skáldinu, og helzt segja það með svipuðum orðum og hann myndi hafa 'notað, ef hann hefði ætlað að segja sömu sannindi á nútíðarmáli. Samt verður aldrei komist hjá því að þetta verði eins og þýðing á erlent mál, og þá um leið fölsun: traduttore traditore. Vér notum hugtök, þar sem forfeðrum vorum var tamara að nota myndir. Öll vor hugsun er gagnsýrð af griskri og hebreskri menningu, jafnvel þar sem orðin eru söm og fyr. Hvað er t. d. guð nú og goð á 10. öld? Vér komumst ekki hjá að nota orðið synd, sem er alkristið, o. s. frv. — Auðvitað er þráður kvæðisins hér rakinn eftir »lagfærða textanum«.
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128
Side 129
Side 130
Side 131
Side 132
Side 133
Side 134
Side 135
Side 136
Side 137
Side 138
Side 139
Side 140
Side 141
Side 142
Side 143
Side 144
Side 145
Side 146
Side 147
Side 148
Side 149
Side 150
Side 151
Side 152
Side 153
Side 154
Side 155
Side 156

x

Árbók Háskóla Íslands

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Árbók Háskóla Íslands
https://timarit.is/publication/588

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.