Búnaðarrit - 01.01.1994, Side 7
Skýrsla
um störf Búnaðarfélags íslands 1993
Stjórn félagsins
Stjóm félagsins, sem kjörin var á Búnaðar-
þingi 1991, er þannig skipuð: Jón Helgason,
alþingismaður í Seglbúðum, formaður, Magnús
Sigurðsson, bóndi, Gilsbakka, varaformaður,
Hermann Sigurjónsson, bóndi i Raftholti,
ritari, Egill Jónsson, bóndi og alþingismaður
á Seljavöllum, og Tómas Gunnar Sæmunds-
son, bóndi í Hrútatungu.
Varamenn í stjóm eru: Ágúst Gíslason,
bóndi, Isafirði, Jón Hólm Stefánson, bóndi,
Gljúfri, Egill Bjamason, ráðunautur á
Sauðárkróki, Sigurður Þórólfsson, bóndi,
Innri-Fagradal og Ágústa Þorkelsdóttir, bóndi
á Refsstað. Endurskoðendur félagsins eru: Bjami Guðráðsson, bóndi í Nesi,
kjörinn af Búnaðarþingi, og Guðmundur Sigþórsson, skrifstofustjóri,
skipaður af landbúnaðarráðuneytinu.
Stjómarfundir voru 21 á árinu, og bókaðar voru 180 ályktanir og
afgreiðslur mála. Þá hélt stjómin einn fund sameiginlega með stjóm
Stéttarsambands bænda og nokkra fundi með formanni þess og öðrum
stjómarmönnum SB. Stjómin átti auk þess einn fund sameiginlegan með
stjóm Stéttarsambands bænda og stjóm Stofnlánadeildar landbúnaðarins
um málefni Stofnlánadeildar. Einn fundur stjórnar BÍ var haldinn á
Hvanneyri um leið og skólinn var heimsóttur og sú starfsemi, sem þar fer
fram, var kynnt.
Jónas Jónsson,
búnaðarmálasljóri
I