Búnaðarrit - 01.01.1994, Page 15
viðræðna um málið. Aó hálfu BÍ voru þeir tilnefndir Jón Helgason, Gunnar
Sæmundsson og Hermann Sigurjónsson. Frá SB eru í þessari nefnd: Haukur
Halldórsson, Þórólfur Sveinsson og Guðmundur Stefánsson. Nefndin hefur
síðan átt 5 fundi, þar sem málið hefur verið rætt frá ýmsum hliðum.
Ymsar athuganir hafa verið gerðar á lögfræðilegum álitaefnum og
formsatriðum. Stjóm BI gekk á fund landbúnaóarráöherra 14. september til
að greina honum frá því, að þessar viðræður færu frant og, að áður en
nokkrar ákvaróanir yrðu teknar, mundi þurfa að liggja fyrir afstaða
stjómvalda til þess, hvort hugsanlegu nýju félagi yrðu ekki falin þau sömu
störf, sem BI hefur nú með höndum, og hvort það mundi ekki hljóta til þess
fjárveitingar með sama hætti og áóur.
Leitað var til lögfræðings og hann einkum beðinn að kanna tvo þætti:
annars vegar, hvemig fara mundi eða fara mætti með öll þau fjölmörgu
lagaákvæði, þar sem BI er getið, og því falin ákveðin framkvæmd eða aðild
að framkvæmd laga (en BI er að einhverju getið í yfir 40 lagabálkunt) og
hins vegar, hvernig fara mundi um lögbundna aöild starfsmanna BÍ að
Lífeyrissjóði starfsmanna ríkisins, ef af sameiningu félaganna yrði, og þá,
hvort starfsmenn hins nýja félags gætu orðið félagar í þeim sjóði.
Lögmaðurinn Eiríkur Tómasson hrl. hefur gefið nefndinni munnlega álit
sitt á þessum málum, en skrifleg greinargerð liggur ekki fyrir.
Fulltrúar nefndarinnar gengu á fund landbúnaðarráðherra og lögðu fyrir
hann þau álitamál, sem að framan er getið, og báðu um afstöóu
ráðuneytisins til þeirra. Frestuðust fundir nefndarinnar síðan fram yfir
áramót.
Búnaðarfélag íslands og Stéttarsamband bænda ákváðu á árinu að gerast
aðilar að landkyningarátakinu íslensk myndsýn, sem miðar að því að kynna
Island sem kjörland fyrir áhugaljósmyndara.
Samstarfsnefndir og nefndir,
sem vinna að framgangi cinstakra mála
Markaðsnefnd landbúnaðarins, sem var samstarfsnefnd allmargra aóila
undir forystu landbúnaðarráðuneytisins, var lögð nióur upp úr miðju ári að
ákvörðun ráðuneytisins án þess, að um það hafi verið haft sérstakt samráð
við aðila, sem að henni stóðu.
Starfsmaður nefndarinnar fluttist þá til Upplýsingaþjónustu landbún-
aðarins, en óvíst er, hver framtíð starfseminnar verður.
Samstarfshópur um þróun tölvumála, sem tilnefndur var seint á árinu
1991, skipaður þeim Jóni Hólm Stefánssyni, Gunnari Sæmundssyni, Katli
A. Hannessyni og Jóni Baldri Lorange, starfaði lítið á árinu m.a. vegna
veikinda Ketils allan fyrri hluta ársins. Þó var hann hafður með í ráðum í
sambandi við ákvarðanir um forritagerð, sem nánar er greint frá í skýrslum
þeirra Jóns Baldurs og Ketils A. Hannessonar.
9