Búnaðarrit - 01.01.1994, Síða 18
Norrœnt samband um fullorðinsfrœðslu fFNV). Búnaðarfélag íslands er
ásamt Stéttarsambandi bænda þátttakandi í FNV. Jón Helgason á sæti í
fulltrúaráði samtakanna, og sótti hann fund sem slíkur. Sjá annars um ferðir
stjómar og búnaóarmálastjóra.
Samtök norrœnna búvísindamanna (NJF). Flestir ráðunautar BI eru í
samtökunum, en þau standa fyrir mikilvægu fræðslustarfi unt búvísindaleg
efni. Búnaðarfélagið veitir íslandsdeild NJF nokkurn fjárstuðning.
Búfjárrœktarsamband Evrópu (EAAP). Búnaðarfélagið og Rannsókna-
stofnun landbúnaóarins eiga aðild að samtökunum. Olafur R. Dýrmunds-
son, ráðunautur, annast samskipti vió EAAP fyrir félagið. Arleg ráðstefna
var nú haldin í Arósum í Danmörku, og sóttu hana nokkrir Islendingar, þó
enginn frá BI.
Dagana 11.-13. ágúst var haldinn í Bændahöllinni alþjóðlegur fræða-
fundur um hrossarœkt á norðlægum slóðum. Búfjárræktarsambandið stóö
að fundinum með Búnaðarfélagi Islands og Rannsóknastofnun
landbúnaðarins, en allan undirbúning og framkvæmd önnuðust þeir Ólafur
R. Dýrmundsson og Kristinn Hugason frá BI og Ólafur Guðmundsson frá
Rala. Fundur þessi var vel sóttur og þótti takast með ágætum. Nánar mun
greint frá fundinum í starfsskýrslum Ólafs og Kristins.
Samtök nautgriparœktenda á Norðurlöndum (NÖK). Búnaðarfélagið
hefur stutt að þátttöku Islendinga á samtökunum. Jón Viðar Jónmundsson
er formaður íslensku deildarinnar. Fundir eru annað hvert ár til skiptis á
Norðurlöndunum, síóast í Danmörku árið 1992.
Alþjóðasamtök eigenda íslenskra hesta (FEIF). Búnaðarfélagið og
Landssamband hestamannafélaga koma fram fyrir Islands hönd í
samtökunum, en mest hvíla samskiptin á LH.
Heimsleikar íslenskra hesta voru haldnir á árinu í Hollandi. Þar mætti
Kristinn Hugason og sat aðalfund FEIF f.h. BÍ, en hann var meðal dómara
kynbótahrossa á leikunum. Hann mun greina nánar frá leikunum.
Ráðunautafundur
Ráðunautafundur Búnaðarfélags Islands og Rannsóknastofnunar land-
búnaðarins var að þessu sinni haldinn dagana 9.-12. febrúar. Efni fundarins
var fjölbreytt að vanda.
Fyrsta daginn var fjallað um umhverfisvœnan búskap. Þá voru m.a. flutt
erindi um umhverfisvæna búfjárrækt, umhverfisvæna jarðrækt, lífræna- og
vistvæna garðrækt, lífrænar varnir í garðyrkju, reglur og staðla fyrir
vistvæna ræktun, umhverfisvöktun og hreinleika bæði mjólkur- og slátur-
afurða.
Annan daginn fjölluðu erindi um landgrœðslu og gróðurvernd, en síðari
hluta þess dags var farió austur í Gunnarsholt, þar sem flutt voru fróðleg
erindi um starfsemi Landgræóslu ríkisins og hún kynnt með ýmsum hætti.
12