Búnaðarrit - 01.01.1994, Side 19
Þriðja daginn var fyrir hádegi fjallað uni mjólk og mjólkureftirlit, m.a.
með tilliti til nýrrar mjólkurreglugerðar, en síðari hluti dagsins var helgaður
jardrœkt og fóðuröflun.
Síðasti dagurinn var helgaður kynningu á nýjum tilraunaniðurstöðum og
m.a. rætt um kynbœtur, fóðrun og vaxtarrannsóknir.
I undirbúningsnefnd voru: ráðunautamir Arni Snæbjörnsson, Jón Viðar
Jónmundsson og Júlíus J. Daníelsson frá BI, en frá Rala þeir: Bragi Líndal
Ólafsson, Hólmgeir Björnsson og Tryggvi Gunnarsson, sérfræðingar.
Búnaðarfélagió átti aðild að nokkrum öðrum fræðslufundum og
námskeiðum. Þeirra geta þeir ráðunautar, er hlut áttu að máli, í
starfsskýrslum sínum.
Útgáfustarfsemi
Rit, sem koma reglulega út á vegum BÍ, eru: Búnaðarritið, Freyr (í sam-
vinnu við Stéttarsamband bænda), Handbók bænda, Nautgriparœktin,
Sauðfjárrœktin og Hrossarœktin. Ennfremur er BI einn af þeim aðilum,
sem standa að útgáfu ritsins Búvísindi, sem birtir einkum niðurstöður
rannsókna og vísindagreinar, en Rala sér um útgáfuna. Þá komu út allmörg
fréttabréf til loðdýrabænda unnin í samvinnu við SÍL.
Ekki var um aðra útgáfu að ræða á árinu.
Formannafundir
Formenn búnaðarsambandanna komu tvisvar saman á árinu, 28. mars og
14. nóvember.
Á fyiTÍ fundinum voru kynnt mál frá nýafstöðnu Búnaðarþingi, rætt um
samstarf búnaðarsambandanna og Framleiðnisjóðs landbúnaðarins og
kynntar og ræddar tillögur til breytinga á samþykktum Stéttarsambands
bænda.
Á dagskrá síðari fundarins voru: Fjárveitingar til leiðbeiningaþjónustu í
frumvarpi til fjárlaga, viðræður á milli Búnaðarfélags Islands og Stéttar-
sambands bænda um hugsanlega sameiningu, umhverfismál og landbún-
aðurinn og kynningarstarfsemi landbúnaðarins. Þá ályktaði fundurinn um
þá ófrægingu, sem Hagfræðistofnun Háskóla Islands hefur haft í frammi
meó röngum og villandi útreikningum um stuðning við landbúnaðinn.
Ferðalög, fundir o.fl.
Undirritaður sótti fræðafund á vegum NJF í Uppsölum í Svíþjóð dagana
16.-18. mars, þar sem fjallað var um umhverfismál og leiðbeiningaþjónustu
í þágu landbúnaðar á Norðurlöndum. Sagt var frá þeim fundi í grein í 18.
hefti Freys.
13