Búnaðarrit - 01.01.1994, Blaðsíða 21
var í Bændahöllinni 9. september að frumkvæði Félags hrossabænda og
Búnaðarfélags Islands. Hann sat einnig aðalfund Félags hrossabænda í
Bændahöllinni 11. nóvember og samráðsfund í hrossarækt, haldinn í
samræmi við stofnsamþykkt Fagráðsins 12. nóvember. Þá sat hann
aðalfundi Félags selabænda og Æðarræktarfélags Islands, sem báðir voru
haldnirí Bændahöllinni 13. nóvember.
Dagana 26.-28. nóvember sótti undirritaður umræðufund, sem haldinn
var á vegum FNV í Mysen í Noregi. Viðfangsefni fundarins var nefnt
Livskraftig landbruk - levende landsbygd (Oflugur Iandbúnaður - lifandi
sveitir). Frá þeim fundi mun verða sagt nánar í Frey á næstunni. Enn eru
hér ótaldir fjölmargir fundir í Bændahöllinni eða utan, sem formaður og
eða undirritaður hafa setið svo og ýmis skemmri ferðalög.
Erlendir gestir
Aó venju komu allmargir erlendir gestir til félagsins á árinu. Lodve
Laksá frá Norður-Noregi, styrkþegi Norðurlandsráðs, dvaldist hér á landi
um þriggja mánaða skeið til að kynna sér landbúnað og starfsemi
bændasamtakanna hér á landi. Matthías Eggertsson, ritstjóri, skipulagði
dvöl hans og veitti honum fyrirgreiðslu.
Andrew Campbell frá Astralíu, ráðgjafi í landnýtingarmálum, dvaldist
um skeið á landinu í boði Landgræðslu ríkisins, einkum til að kynna
landvemdarstörf áhugamannafélaga þar í landi. Campbell flutti víða erindi
um þessi efni, hið fyrsta fyrir ráóunauta BÍ og starfsmenn bænda-
samtakanna hinn 13. september. Máli hans var vel tekið, og samþykkti
stjóm BÍ að leita samstarfs við Landgræðsluna um að hvetja til þess, að
mynduð yrðu félög bænda og annarra áhugamanna í einstökum héruðum til
að vinna að landgræðslu og landvemdarmálum. Nokkum skugga bar þó á
þessa heimsókn, þar sem Campbell misskildi afstöðu starfsmanna BI til
þessara mála og afflutti í síðari erindum sínum af óskiljanlegum ástæðum.
Búnaðarfélagið kostaði komu dansks sérfræðings í loðdýrarækt, Stig
Andersen. Hann hélt námskeið fyrir ráðunauta og loðdýrabændur á
Hvanneyri dagana 1 .-4. nóvember. Um þetta var höfð samvinna við SIL og
Bændaskólann á Hvanneyri.
Kristian Mehr, Svisslendingur, auglýsingamaður og ljósmyndari, sem er
hér mjög vel kunnugur eftir fjölmargar heimsóknir, kom nokkrum sinnum
til félagsins m.a. til að kynna hugmyndir að verkefninu Islensk myndsýn, en
einnig vegna áhuga síns á að vinna að því að kynna æðarrækt og vinna að
sölu æðardúns. Ami Snæbjömsson, ldunnindaráðunautur, hefur mest verið
í sambandi við Mehr.
15