Búnaðarrit - 01.01.1994, Page 23
Stofnverndarsjóður
Stofnvemdarsjóóur íslenska hrossakynsins er lögum samkvæmt í vörslu
BI. Hrossaræktarnefnd er á sama hátt stjóm sjóðsins. Verulega hefur dregið
úr kaupum hrossaræktarssambanda á stóðhestum og þar með eftirspum
eftir framlögum úr sjóðnum.
Fleiri lífhross voru flutt út en áður hefur verið um langan aldur.
Samkvæmt upplýsingum frá Félagi hrossabænda voru alls flutt út 2485
(2004) hross, þar af 1235 (918) hryssur og 85 (43) stóðhestar (samsvarandi
tölur frá fyrra ári í svigum).
Frá Stofnverndarsjóði segir nánar í skýrslum hrossaræktarráðunauta.
Bændahöllin
Að undangengnum allmiklum athugunum, sem stóðu allt frá því, að
tillaga kom fram um það á aðalfundi Stéttarsambands bænda 1992, var
ákveðið af stjórnum BI og SB að stofna hlutafélag um rekstur Hótels Sögu.
Eftirfarandi bókun var gerð um málið á fundi stjómar BÍ hinn 17 ágúst:
„Stjórn BI samþykkir að stofna hlutafélag með SB um eignarhluta
sinn í Bændahöllinni að undanskilinni 3. hæð hennar og þeim hluta
annarrar hæóar sem BI hefur til afnota. Eignarhluti BÍ í hlutafélaginu
verði tveir þriðju og SB einn þriðji. Sá hluti eignarinnar, sem ekki
gengur til hlutafélagsins veróur áfram sameign BÍ og SB í sömu
eignarhlutföllum. Aðilar gera sérstakt samkomulag um meðferð þess
húsrýmis. Nánar verði kveðið á um framkvæmd þessa í stofnsamn-
ingi og samþykktum fyrir Hótel Sögu hf.
Verði af stofnun hlutafélagsins tilnefnir stjóm BÍ seni fulltrúa sína í
stjórn hlutafélagsins Jón Helgason formann BÍ og Hermann
Sigurjónsson. Til vara Jónas Jónsson búnaðarmálastjóra“.
Akvörðun um stofnun hlutafélags var tekin á sameiginlegum fundi
stjóma BÍ og SB sama dag og þá haldinn stofnfundur félagsins og kjörin
stjóm þess. Frá Stéttarsambandi bænda á Haukur Halldórsson sæti í
stjóminni, en varamaður hans er Bjami Helgason. Haukur Halldórsson var
kjörinn formaður til næsta aðalfundar. Gengið var frá sölusamningi á milli
Búnaðarfélags Islands og Stéttarsambands bænda og liins nýstofnaða
hlutafélags hinn 31. ágúst, þar sem hlutafélagið keypti 87,92% af allri
fasteigninni á kr. 1.449.000.000, sem var í samræmi vió sérstaka matsgeró,
frá 11. júní 1993, að viðbættum 5% hækkunum vegna gengisbreytingar,
sem varð frá því, að mat fór fram. Lausafé hótelsins var á sama hátt metið
á kr. 125.627.250. Kaupandi tók við rekstrarvörum á kostnaðarverði. Hótel
Saga hf. tók við öllum skuldum, sem hvíldu á Bændahöllinni.
Hótel Saga hf. tók við rekstri hótelsins 1. september. Sérstakur samn-
ingur var gerður á milli eignaraðila um rekstur og afnot þess hluta
17