Búnaðarrit - 01.01.1994, Page 25
Jarðrækt
Ottar Geirsson
Arið 1993 urðu þó nokkur umskipti á
störfum mínum frá því sem var næstu ár á
undan. Eg tók við leiðbeiningum um vatns-
veitur og fyrirmælingum fyrir þeim af
Haraldi Amasyni, sem lætur nú af störfum
vegna aldurs. Á liðnum áratug hefur dregið
mjög úr framræslu votlendis, og hefur því
dregið úr þörf á fyrirmælingum fyrir
skurðum og ræsum. Það, sem unnið er að
framræslu, er fyrst og fremst viðhald á þeim
framræslumannvirkjum, sem þegar hafa verið
unnin, og héraðsráðunautar anna leiðbein-
ingum, hvað þau mál varðar. Oll vinna í tengslum við framkvæmd
jaróræktarlaga hefur einnig minnkað. Á því rösklega 20 ára tímabili, sem
ég hef starfað hjá Búnaðarfélagi Islands, hefur þeim, sem starfa vió
jarðrækt hjá félaginu, fækkað úr þremur ráðunautum í rösklega einn. Við
erum nú tveir með önnur störf með (vatnsvirkjun, hlunnindi).
Jarðrœkt. Vinna við framkvæmd jaróræktarlaga hefur dregist allmjög
saman fyrst og fremst vegna þess, að litlu fé hefur verið varið til þeirra á
fjárlögum, auk þess sem nokkur samdráttur hefur oröið í jarðabótafram-
kvæmdum hjá bændum. Á fjárlögum 1993 var upphæð, sem dugði fyrir
greiðslu á skuldabréfum, sem notuð voru til að greiða fyrir jarðabætur á
árinu 1990, en þau gjaldféllu 1993, en engin framlög voru greidd til nýrra
jarðabóta. Á fjárlögum fyrir árið 1994 er ekkert fé til jarðabótaframlaga,
svo að engar greiðslur munu koma það árið.
Á Ráðunautafundi 1993 kynnti ég ályktun Búnaðarþings um úttekt á
ræktunarlandi, og síðar á árinu voru send eyðublöð til búnaðarsambanda til
að auðvelda þeim slíka úttekt. Nokkur búnaðarsambönd hafa reynt
eyðublöðin, en engar niðurstöður hafa borist til Búnaðarfélags Islands enn
sem komið er.