Búnaðarrit - 01.01.1994, Page 27
sem enn er á svipuðu stigi, eru vatnsveitur í Leirár- og Melasveit, en þar
hefur hreppsnefnd ákveðið að vinna að því að koma vatnsveitum á öllum
lögbýlum í sveitinni í nútímalegt horf. Eg var þar í tvo daga í haust að
kynna ntér stöðu mála og hvað gera mætti til úrbóta.
Auk þessa fórum við Haraldur um allt land til aó leiðbeina um
vatnsveitur, í júní og fram í júlí um Vesturland, Vestfirði og Norðurland
vestra og í júlí um Suðurland, Austurland og Norðurland eystra. A þessum
ferðum okkar komum við á milli 40 og 50 bæi til skrafs og ráðagerða, og
víða mældum við fyrir veitum.
Þá fór ég eina ferð með Oskari Isfeld Sigurðssyni, fiskeldisráðunauti,
upp í Kjós og skoðaði með honum möguleika á vatnsupptöku til fiskeldis.
Kort. Þar sem ekki tókst að ljúka störfum vinnuhópa, sem skipaðir voru
af umhverfisráðherra til að undirbúa gerð stafrænna korta, þ.m.t.
gróðurkorta af íslandi á árinu 1992, störfuðu þeir enn árið 1993. Tveir
hópanna, sem ég starfaói í, hópur um ömefni og landgreiningu, luku
störfum í apríl 1993, en hinir tveir, gróðurkortahópur og hópur um land-
fræðilegt upplýsingakerfi, í nóvember og desember.
Auk þess var ég aóstoðarmaður tveggja Þjóðverja við grunnpunkta-
mælingar í svonefndu GPS-mælikerfi fyrir Island um hálfsmánaðarskeið í
ágúst. Samvinna tókst meó tveimur háskólum í Þýskalandi, háskólunum í
Hannover og í Frankfurt, og Islendingum um að mæla þessa grunnpunkta á
hálfum mánuði. Þjóðverjarnir lánuöu 25 mælitæki, sem hvert kostar 2-3
milljónir kr., og 14 menn gegn því, aó Islendingar legðu til bíla og 35 menn
til þessara mælinga. Þjóðverjamir höfðu áhuga á mælingunum vegna
rannsókna á landreki, en við Islendingar fengum tækifæri til þessara grunn-
punktamælinga á skömmum tíma. Grunnpunktamælingar þessar munu gera
landmælingar og kortageró með hjálp gervitungla nákvæmari og ódýrari en
verið hefur til þessa. Landmæiingar íslands leituðu til ýmissa stofnana um
aðstoð við að leysa málió með lán á mannskap og bílum, og tók Búnaöar-
félag Islands þátt í því með því að lána mig sem aðstoóarmann í hálfan
mánuð. Ég dvaldi með Þjóðverjunum á Jökuldal, en einn af 4 aðalmælinga-
punktum á landinu er á Hofteigi. Tímann á Jökuldal gat ég notað til
greinarskrifa og annarra starfa milli þess sem ég aðstoðaði Þjóðverjana.
Ritstörf og nefndarstörf Ég var ritstjóri Handbókar bænda ásamt
Matthíasi Eggertssyni og skrifaði 2-3 nýjar greinar í hana. Auk þess birtust
einar sjö greinar eftir mig í Frey, en ég er í útgáfustjóm blaósins. Við Ami
Snæbjömsson höfum lesið yfir handrit að Jarðvegsfræði eftir Þorstein
Guðmundsson, sem Búnaðarfélagið ætlar að gefa út.
Ég á sem fyrr sæti í Tilraunaráði Rala og sáðvörunefnd auk þess sem ég
er fulltrúi Félags íslenskra búfræðikandidata í útgáfunefnd Náttúru-
fræðingatals, sem Félag íslenskra náttúrufræðinga vinnur að, auk þess sem
ég á sæti í umhverfisnefnd félagsins (FIN).
21