Búnaðarrit - 01.01.1994, Page 29
Jarðrækt og hlunnindi
Arni Snœbjörnsson
\
Jarðrœkt.
A s.l. ári var engu fé veitt á fjárlögum til
framræsluframkvæmda, því voru engir
samningar gerðir við verktaka í framræslu,
en mælst til þess, að verð fyrri ára á hvem
grafinn rúmmetra héldist að mestu óbreytt.
Þótt framræsluframkvæmdir hafi dregist
gríðarlega mikið saman, verður að sinna
lágmarks viðhaldi, og hefur reyndin orðið sú,
að víðast hvar sjá þeir verktakar, sem áður
unnu á hverju svæði, um þá viðhaldsvinnu,
sem í gangi er. Bændur greiða þá allan
kostnað, en verkið er tekið út í von um framlag síðar. Þessi breytta staða
leiðir til þess, að hvorki er innheimt né greitt úr Jöfnunarsjóöi.
Asamt Kristjáni Bj. Jónssyni fór ég allvíða um Suðurland. Við mældum
fyrir skurðum aó Stóra-Armóti og sögðum fyrir um ræktunarframkvæmdir
þar. Plógræsla var skoðuð á nokkrum stöðum og mælt fyrir plógræsum í
Dalsmynni. Þá gerðum við úttekt á plógræslu Pálma Jónssonar að Mosfelli,
sem gerð var á s.l. ári, og reyndist árangur mjög góður á flestum svæðum
þar nema einu. En þama virðast ræsin eftir þennan plóg haldast betur en
ræsi þau, sem gerð voru með plóg Rsb. Mýramanna fyrir nokkrum árum. I
Vestur-Landeyjum skoðuðum við möguleika þá, sem til greina koma á að
breyta og lagfæra s.k. félagsskurði, en deilt hefur verið um leiðir um
aðgerðir, sem þama eru nauðsynlegar. Við úrskurðuðum í þessu máli, og
skilaði Kristján greinargerð þar að lútandi.
Allmörgum var leiðbeint um lokræsagerð, einkum þar, sem umfangs-
meiri framkvæmdir eru fyrirhugaðar, en þau svæði eru m.a. við Akrafjall, í
Grímsnesi og á Korpúlfsstöðum.
Á miðju ári hófst undirbúningsvinna á vegum B.í. að gerð forrits fyrir
áburðaráætlanir. Ásamt Jóni Baldri Lorange og Óttari Geirssyni lagði ég
23