Búnaðarrit - 01.01.1994, Síða 31
sjá um að rita fundargerðir auk óformlegra funda með formanni ÆÍ og
öðrum stjómarmönnum, eftir því sem ástæða er til. Þá sat ég aðalfundi hjá
nokkrum æðarræktardeildum og hélt þar erindi. Fjölmiðlar leita alltaf
talsvert eftir upplýsingum um æðarrækt og önnur hlunnindi, og er þá reynt
að gefa sem réttasta mynd af stöðu greinarinnar. Þá hef ég setið allmarga
fundi, sem ÆI hefur haldið með flestum útflytjendum æðardúns um
markaðs- og sölumál.
A si. vori hófust býsna viðtækar rannsóknir á æðarfugli, eftir að
umhverfisráðuneyti fékk til þess fé á fjárlögum 1993. Samkomulag varð
um, að rannsóknimar yrðu samstarfsverkefni Náttúrufræðistofnunar
íslands, Veiðistjóraembættis og Æðarræktarfélags íslands. Búnaðarfélag
íslands heimilaði, að ég tæki þátt í þessu verkefni sem fulltrúi ÆÍ, og fór
talsverður tími í þetta s.l. vetur og vor. Rannsóknimar fara fram á Bessa-
stöóum, en þama fara fram merkingar á fugli til að fylgjast með honum
næstu ár, afrán kannað og dánartíðni fugla, fylgst með varpárangri og
vetursetu, kannaðar mismunandi aðferðir við dúnnytjar, prófaðar mismun-
andi gerðir hreiðurskýla og fylgst með dánartíðni heimaalinna unga og
villtra og fylgst með endurheimtum heimaalinna unga í varp. Reiknað er
með, að rannsóknir þessar standi í nokkur ár.
Á s.l. hausti var í þriðja sinn lagt fram á Alþingi frumvaip til laga um
vernd, friðun og veiðar á villtum fuglum og villtum spendýrum, öðrum en
hvölum. Eins og greint var frá í síðustu starfsskýrslu, tók ég sæti í nefnd,
sem falið var að gera reglugerðardrög við frumvarp þetta. Nefnd þessi
starfaói allan s.l. vetur og aftur í haust og mun ljúka störfum nú undir vor.
Mjög mikill tími hefur farið í þetta umdeilda mál og óljóst, hverjar
málalyktir verða.
Undanfarin tvö ár hefur útflutningur á æðardún gengið hægar en oft
áður, og verð hefur lækkað talsvert. Þetta hefur komið sér afar illa fyrir þá,
sem treystu á tekjur af þessari grein, þótt á móti hafi komið, að sala
innanlands er nú talsverð. Samt sem áður eru birgðir orðnar talsverðar, og
ef ekki fer að rætast úr, má búast við, að þessi staða deyfi áhuga einhverra
á greininni. Ástæða fyrir minnkandi sölu er fyrst og fremst talin vera sú
efnahagslægð, sem ríkt hefur víða. Eg hef, ásamt stjóm ÆÍ, tekið þátt í
viðræðum við fjölda aðila innlenda sem erlenda um hugsanlegar aðgerðir í
þessari stöðu, en ýmislegt hefur þegar verið gert og annað er í vinnslu.
Eg flutti skýrslu um störf í þágu æðarræktarinnar á aðalfundi
Æðarræktarfélags íslands í nóvember s.l., en ég tel hið góða samstarf við
ÆÍ vera mjög mikils virði fyrir leiðbeiningastarfið.
Selveiði. Eftir um tíu ára hlé er nú loks að hefjast aftur skipuleg nýting á
kópaskinnum. Ég hef, í samvinnu við stjóm Samtaka selabænda, unnið að
þessu máli, og hefur fengist mikilvægur stuðningur frá Framleiðnisjóði
landbúnaðarins og Hringormanefnd. Safnað var um 1300 kópaskinnum
25