Búnaðarrit - 01.01.1994, Side 34
stærð í A5 broti, litprentaður og með fjölda litmynda. Útgáfa þessi var
kynnt opinberlega og bæklingnum síðan dreift í 12 ára bekk allra grunn-
skóla landsins auk annarar dreifingar eftir því, sem tök voru á.
Þá hefur nefndin hannað og samið texta, sem hentað gæti á veiðileyfi
þau, sem bændur selja í vötn sín.
Auk þess að fylgjast með úr fjarlægð, hvernig aðgeróir þær, sem nefndin
hefur staðið að, skila sér, fórum við Einar Hannesson og leiðbeindum um
aðgerðir á nýjum stað í V.-Skaftafellssýslu og héldum um leið fund með
veiðiréttareigendum við Heiðarvatn í Mýrdal.
Nefndin hélt alls 11 fundi á árinu, en útgáfustarfið og önnur umsvif
nefndarinnar nutu framlaga úr Framleiðnisjóði.
Annað. A s.l. ári átti ég sæti í ritnefnd að nýrri hugmyndaskrá á vegum
bændasamtakanna. Fyrsta hugmyndaskráin var gefin út af Stéttarsambandi
bænda árið 1987 um fjölþættari atvinnumöguleika í sveitum. Ritnefndin
lauk störfum á árinu með útgáfu á Hugmyndaskrá landbúnaðarins. Rit
þetta er 50 bls. og inniheldur, auk hugmyndaskrárinnar, efni um rekstur,
stofnanir, fræðslumöguleika og fjölmargt annað, sem að gagni getur komið
viö nýsköpun og að hrinda hugmyndunum í framkvæmd. Asamt ritnefnd-
armönnum sá ég um samningu texta í ritinu.
Að venju var reynt að kynna hlunnindamöguleika okkar sem best. Þar
má nefna vettvang eins og fjölmiðla, hópa grunnskólanema af höfuð-
borgarsvæðinu, fyrirlestra fyrir leiðsögumenn og leiðsögumannaskólann,
klúbbfundi og síóast en ekki síst þátttöku í s.k. atvinnumálafundum, en þeir
voru tveir á liðnu ári. Auk þess var Námsgagnastofnun aðstoðuð og fleiri,
sem leituðu upplýsinga um hlunnindagreinamar í því skyni að kynna
möguleika þeirra. Þá tók ég ásamt fleirum þátt í undirbúningi að s.k.
sveitadögum í Kolaportinu s.l. vor og sýningu á nytja- og listmunum í
Bændahöllinni, meðan Búnaðarþing stóð.
Samstarfsfólki þakka ég ánægjulega samvinnu á liðnu ári.
Ritskrá 1993:
Hlunnindabúskapur, staða og framtíðarmöguleikar. Fjulrilaö efni, 6 bls.
Hugmyndaskrá landbúnaðarins (ásamt öórum). Fylgirit með l'rcy 89 (15-16), 50 bls.
Jarórækt og hlunnindi. Skýrsla um störf Búnaðarfélags Islands 1992. 77/ Búnaöarþin/;s 1993, 27-
32.
Um lilbúinn áburó. Handbók invnda 1993, 19-31 (cndurbirt).
28