Búnaðarrit - 01.01.1994, Page 36
Tafla 1. Innflutningur grænmetis í tonnum 1993 og breytingar í %
miðað við 1992.
Gúrkur Tómatar
226 321
(-9%) (+10%)
Bufftómatar Kirsubcrjatóm. Græn paprika Rauö papr.
7 6 125 135
(-75%) (-20%) (+23%) (+21%)
Gul papr.
27
(-41%)
„Orange" papr. Fjólublá papr. Hvít papr. Chilepipar Eggaldin Blaðlaukur Blómkál
12 4 0,2 0,8 5,1 103 225
(-55%) (+100%) (-33%) (+60%) (+11%) (+6%) (-5%)
„Grænt“blómkál Spergilkál 1 Kínakál Paksoy Gulrófur Rauökál Rósakál Grænkál Gulrætur
3,2 64,5 272 0.4 91,9 15,9 10,3 0,4 330
(+28%) (+56%) (+11%) (-33%) (+272%) (-35%) (+36%) (-33%) (+19%)
Stilkscllcrí Hnúðsellerí Hreökur Radísur Rauörófur Steinselja Spínat Hvítkál
41 6,3 2,2 4,5 14,9 0,9 1,8 419
(+22%) (-7%) (-46%) (-8%) (+9%) (-40%) (+64%) (+14%)
Höf.salat íssalat Rautt höf.salat Eikarbl. salat Lollo Rosso Friseesalat Vorsalat
2,7 292 0,5 0,3 2,3 2,6 0,2
(-27%) (+27%) (0%) (-63%) (-15%) (+22%) (+100%)
Sveppir Jaróarber Vorlaukur Dill Fennel Asparagus Blöðrukál
24,1 27,3 2,1 0,3 0,8 2 1.4
(-34%) (-51%) (+11%) (-75%) (-20%) (+122%) (-52%)
Veðurfar á árinu 1993 var í heild þokkalegt sunnanlands fyrir ræktun
grænmetis utandyra. Vorið var þó frekar næðingssamt og frekar svalt,
ennfremur ollu þurrkar í byrjun sumars nokkrum framleiðendum erfið-
leikum. Þurrkarnir ollu t.d. talsverðum skemmdum inni í kínakáls- og
rauðkálshausum, sem eru mjög lúmskar skemmdir, því að þær sjást ekki
utan á hausunum. Þó svo að næturfrost hafi komið mjög snemma
sunnanlands á síðast liðnu hausti (um 10.8.), olli það ekki stórvægilegum
skemmdum í útigrænmeti. Norðanlands var veðurfarið hins vegar ákaflega
óhagstætt fyrir ræktun grænmetis utandyra. Allt sumarið var bæði blautt og
mjög kalt, en hins vegar var haustið gott og bjargaði því, sem bjargað varð.
I heild varð uppskera útigrænmetis hér á landi í góðu meðallagi.
I gróðurhúsum voru tómatar ræktaóir í um 37.000 m2, gúrkur í um
22.000 m2 og paprika í um 16.000 m2. Framleiðsla og sala tómata gekk
tiltölulega áfallalítið, og tókst m.a. að tryggja nægilegt framboð af buff-
tómötum, sem er talsverð breyting frá fyrra ári. Þó svo að flatamál gúrkna
sé svipað og 1992, varó framleiðslan miklu meiri. Ástæða þess er, að
flatarmálsaukningin kom ekki fyrr en upp úr miðju sumri 1992 og hélst allt
árið 1993. Afleiðingin varð mikið offramborð af gúrkum og verðhrun, sem
ýmsir framleiðendur standa varla undir. Framleiðsla og sala papriku gekk
tiltölulega áfallalítió, og tókst loks meö góðri samvinnu framleiðenda að
anna eftirspuminni eftir öllum litum, þannig að innflutningur var lítill sem
enginn á sumartímanum.
30