Búnaðarrit - 01.01.1994, Page 39
greinilega finna áhuga hjá fjölmiðlum, bændum og almenningi á málinu.
Ég kom tvisvar í útvarpsviðtal vegna þessa (Rás 1, 2. mars, Bylgjan 23.
ágúst), og fjöldi fólks óskaði frekari upplýsinga um vistrænan landbúnað.
Upplýsingar. Sem áður leituðu fjölmargir aðilar til mín um upplýsingar
um garðyrkju og skyld efni.
Má þar nefna Upplýsingaþjónustu landbúnaðarins, Sjömannanefnd,
Markús Möller, Geislavarnir ríkisins, Sendiráó Hollendinga og Belga,
Hagstofuna, Innflutningsnefnd o.fl.
Fundur og nefndarstörf Ég sat í kjararáði FIN fyrir landsráðunauta. Ég
satþrjá fundi hjá búfræðslunefnd sem fulltrúi Búnaðarfélagsins.
Ég sótti fund hjá Garðyrkjubændafélagi Borgarfjarðar um sölumál
grænmetis og skýrði frá nýju fyrirkomulagi, sem Danir hafa tekið upp. Þar
ákveður framleióandinn í samráði við heildarsalann, hvaða skilaverð hann
vill fá fyrir þá vöru, sem hann ætlar að framleiða. Þannig verður ábyrgð
framleiðandans að framleiða umsamið magn, en heildsalans að skila
umsömdu verði.
Ég sat aðalfund Sambands garðyrkjubænda, sem haldinn var á Flúðum
16. apríl.
Önnur verkefni. Ég þýddi, að beiðni Sambands garðyrkjubænda, gæða-
staðal E.B. fyrir afskorin blóm. Ég vann að handritsgerð fyrir mynd um
íslenska garðyrkju auk þess, sem ég leiðbeindi um tökur. Myndin er nú
komin á lokastig í vinnslu.
Við Garðar R. Amason fórum á fund norrænna garðyrkjuráðunauta 15,-
18. febrúar. Fundurinn var haldinn í Dröbak í Noregi að þessu sinni. Auk
þess að hlýða á erindi, sem vísindamenn frá háskólanum á Asi fluttu, og
heimsækja garðyrkjustöðvar skiptust menn þar á upplýsingum um stöðuna
og skoðunum um framtíðina. Búnaðarfélagið styrkti okkur til ferðarinnar,
og kann ég stjóm og búnaðarmálastjóra bestu þakkir fyrir.
Þann 8. október gerði ég verðkönnun í alls 16 blómaverslunum.
Þessi könnun var gerð í góðu samstarfi við alla aðila.
Því miður leiddi könnunin í ljós það, sem margir töldu sig vita fyrir, að
afslættir frá umboðssala til kaupmanns renna í örfáum tilfellum til
neytandans.
Fjárhagsstaða garðyrkjubœnda. I október barst Sambandi garðyrkju-
bænda bréf frá Garðyrkjubændafélagi Hverageróis, þar sem óskað var eftir
úttekt á stöðu garðyrkjubænda með tilliti til hugsanlegrar skuldbreytingar
hjá Stofnlánadeild landbúnaðarins. Okkur Gunnlaugi Júlíussyni, hag-
fræðingi Stéttarsambands bænda, var falið að ganga í verkið. Sendum við
út bréf, þar sem óskað var eftir upplýsingum frá þeim bændum, sem höfðu
gefið sig upp, en þeir voru 31 alls. Svör bárust frá 22 aðilum. I þriðju viku
desember heimsóttum vió þá flesta og skiluðum síðan af okkur til
Stofnlánadeildar.
33