Búnaðarrit - 01.01.1994, Page 43
Nautauppeldisstöðin í Þorleifskoti
Sigurmundur Guðbjörnsson
Árið 1993 voru teknir inn 50 kálfar, og
skiptast þeir þannig eftir landshlutum: af
Vesturlandi 11, Norðurlandi 9, Austurlandi
enginn og Suðurlandi 30. Nautsfeður voru
þessir á árinu: Prestur 85019, 23 synir, Þistill
84013, 7 synir, Suðri 84023, 6 synir, Austri
85027, 5 synir, Prammi 85034, 5 synir,
Belgur 84036, 2 synir, Sopi 84004, 1 sonur,
og Jóki 82008, 1 sonur. 33 naut urðu árs-
gömul á árinu, og var meðalþungi þeirra 343
kg, brjóstmál 163 cm. 26 naut fóru til sæðis-
töku að Nautastöðinni á Hvanneyri. 8. janúar
fóru 9 naut, 19. mars fóru 9 naut og 27. ágúst fóru 8 naut. í árslok biðu 14
naut flutnings að Hvanneyri. 25 naut voru felld af ýmsum orsökum.
Störf mín við stöðina voru með svipuðum hætti og undanfarin ár.
Fóðrun gekk vel, heilsufar var gott, og engin vanhöld urðu. Nautauppeldis-
stöðin er sóttvamarstöð, og fara þarf eftir settum reglum. Þar af leiðandi
þarf allt hreinlæti að vera í góðu lagi, kálfakassa, sem notaðir eru til
flutnings, og stíur, bæði í móttöku og sóttkví, þarf að hvítþvo og
sótthreinsa eftir hvem kálf, sem tekið er á móti. Hálfsmánaðarlega eru allir
gripir eins árs og yngri vigtaðir, svo og fóðrið í þá, með tilheyrandi
skýrsluhaldi. Við 60 daga aldur er hver gripur veginn þrjá daga í röð. Þetta
er endurtekið, þegar skepnurnar eru eins árs. Er þetta gert til að fá
nákvæmari vigt.
Ég sé um hey- og fóðurblöndukaup og móttöku á því, einnig um viðhald
á tækjum og búnaði. Kálfa af Suðurlandi hef ég sótt sjálfur. Köfnunar-
efnistankur er í minni vörslu, og annast ég sæðisdreifingu til frjótækna á
Suðurlandi. Fundi kynbótanefndar hef ég setið.
Starfsmaður minn er Þórfríður Soffía Haraldsdóttir, og þakka ég henni
vel unnin störf.
Einnig vil ég þakka Diðriki Jóhannssyni og Jóni Viðari Jónmundssyni
ánægjulegt samstarf.
37