Búnaðarrit - 01.01.1994, Qupperneq 49
febrúar. Vegna flutnings Ólafs til starfa erlendis hefur að mestu komið í
minn hlut að ganga frá handriti að endanlegri skýrslu, sem send hefur verið
Búvísindum til birtingar. Þá var skrifuð grein í Frey, sem byggð var að
verulegum hluta á niðurstöðum þessa verks.
Sigríður Bjamadóttir frá Eyhildarholti lauk námsverkefni um litarerfðir
íslenskra nautgripa frá Landbúnaðarháskólanum í Asi í Noregi. Þar var
byggt á gögnum, sem aflað hafði verið í tengslum við nautgriparæktina.
Þessi vinna hefur fengið mjög góða dóma, og er þar komin miklu betri
grunnur að þekkingu á þessum þætti en áður var fyrir hendi.
Samrœmdur gagnabanki um fjós. Ég hef aðeins starfað með Grétari
Einarssyni, Torfa Jóhannessyni, Magnúsi Sigsteinssyni og Ólafi Valssyni í
sambandi við hugmyndir að vinna að samræmdri skráningu um íslensk
fjós. Torfi hefur unnið allnokkra vinnu vió þetta verkefni. Hér held ég, að
um sé að ræða verkefni, sem veruleg ástæða sé til að koma til fram-
kvæmda. Slíkt á að geta orðið verðmætur grunnur að margháttuðu
rannsóknarstarfi, einfaldað ýmiss konar framkvæmd, sem til staðar er í dag
og verið mikilsvert í sambandi við vottun um framleiðsluaðstöðu, sem
greinilegt er, að verður í framtíðinni þýðingarmikill þáttur fyrir alla
mjólkurframleiðslu eins t>g raunar alla búfjárframleiðslu.
Sauðfjárrœktin.
Vegna leyfis Sigurgeirs Þorgeirssonar frá starfi sauðfjárræktarráðunautar
hafa marvísleg verkefni félagsins að framkvæmd ræktunarstarfsins í þeirri
grein verió í mínum höndum á árinu.
Skýrsluhaldið. Eins og fram kom í starfsskýrslu ársins 1992, þá var
úrvinnsla á skýrslum frá haustinu 1992 heldur skemmra komin um áramót
en nokkur undangengin ár. Meginhluta úrvinnslu á þeim skýrslum var samt
lokið síðla vetrar, en eins og ætíó þá eru örfáir skýrsluhaldarar, sem eru
mjög seinir með öll skýrsluskil, þannig að síóustu skýrslur frá haustinu
1992 voru að berast allt til ársloka. Þrátt fyrir umtalsverða fækkun fjár í
landinu á hverju ári helst fjöldi skýrslufærðs fjár óbreyttur, og er hann sá
sami og haustið 1991 eða um 168 þúsund ær. Þess vegna eykst hlutfallsleg
þátttaka í þessu starfi, enda eru slíkt vænleg og eðlileg viðbrögð í kreppu
greinarinnar, þar sem segja má, að alls staðar blasi nú við árangur
ræktunarstarfs sauðfjárræktarinnar á umliðnum áratugum og eðlilegt, að
menn nýti þau vopn, sem þekkt er að bíta í vamarbaráttunni. Afurðir
haustið 1992 eru nokkru minni en metárið 1991 eða 24,8 kg af reiknuðu
dilkakjöti eftir hverja á í stað 25,3 kg þá. Frjósemi er hins vegar sú sama
bæði árin. Yfirlit um skýrsluhaldið árið 1992 mun birtast í 12. árgangi
Sauðfjárrœklarinnar.
Skýrslur frá haustinu 1993 hafa borist vel. Urvinnsla þeirra gekk fremur
vel, og nú um áramót er lokið úrvinnslu á skýrslum yfir nær 100 þúsund ær
43