Búnaðarrit - 01.01.1994, Qupperneq 50
eða nær allra skýrslna, sem þegar hafa borist. Ljóst er, að afurðir haustið
1993 eru meiri en nokkur dæmi eru um áður, enda meðalfallþungi lamba,
sem í sláturhús komu haustið 1993, nær heilu kg hærri en haustið 1992.
Eins og getið er um í starfsskýrslu frá síðasta ári, þá var veittur styrkur
frá Framleiðnisjóði til að vinna að forriti fyrir skýrsluhald í sauðfjárrækt
fyrir einmenningstölvur. Hjálmar Ólafsson, bóndi í Kárdalstungu í
Vatnsdal, hefur unnið aö þessu verki í faglegri samvinnu við mig. Nokkur
hópur skýrsluhaldara fékk tilraunaútgáfu af forritinu til notkunar á árinu
1993. Þegar hafa verið unnar skýrslur fyrir á annan tug búa, sem notað hafa
þetta forrit. Segja má, að öll vinna við þróun þess hafi einkennst af
einstakri vandvirkni Hjálmars að þessari vinnu. A næstu árum hafa því þeir
bændur, sem vilja nýta sér hina nýju tækni, fengið afkastamikið hjálpar-
tæki. Hugbúnaður þessi hefur fengið nafnið Fjárvís.
Hrúlasýningar. Haustið 1993 bar að halda aðalsýningar á svæðinu frá
Fnjóskadal og austur og suður um til og með Öræfasveit. Eg mætti sem
aðaldómari á flestum aðalsýningum í Múlasýslum báðum og öllum í
Austur-Skaftafellssýslu. Jóhannes Ríkharðsson dæmdi hrúta í Suður-
Þingeyjarsýslu og Ólafur G. Vagnsson í Norður-Þingeyjarsýslu og Vopna-
firði, en Þorsteinn Bergsson í örfáum sveitum í Múlasýslu. Héraðs-
ráðunautar voru okkur aðaldómurum til aðstoðar á öllum svæðunum.
Þátttaka í sýningunum var gríðarlega mikil, samtals voru sýndir 1764
hrútar, sem er rúmlega 20 % fleiri hrútar en fjórum árum áður, en þá var að
vísu fjárleysi í sumum sveitum á Austurlandi vegna fjárskipta.
Það, sem samt er ánægjulegast, er, að bændur auka jafnt og þétt að fá
ráðunauta til skoðunar á lambhrútum, og var haustið 1993 skráð slík
skoðun á yfir 4000 lambhrútum á landinu öllu. I því starfi hefur notkun á
ómsjá til að meta bakvöðva komið að gífurlegum notum. I aðalverkefni,
sem Ólöf Einarsdóttir vann við Búvísindadeildina á Hvanneyri til
kandidatsprófs á síðasta vori, fengust vísbendingar um mjög hátt arfgengi
slíkra mælinga. Það hef ég síðan fengið staðfest enn frekar í úrvinnslu á
mælingum á lambhrútum í lambhrútaskoðun haustið 1991 og 1992.
Þessar niðurstöður urðu til þess, að sauðfjárræktamefnd ákvað á fundi í
ágúst að stuðla að skipulegri notkun tækjanna. Akveðið var þar að leggja
niöur hefðbundnar afkvæmasýningar, sem verið hafa í lítt breyttu formi allt
frá árinu 1949, en taka þess í stað upp afkvæmasýningar á hrútum, þar sem
aðeins væru sýndir með þeim lambhrútar, en dómur væri að verulegum
hluta byggður á niðurstöðum tækjamælinga. Vegna þess, hve þessi ákvörðun
var seint tekin, var ekki mikil þátttaka í slíkum sýningum haustið 1993.
Hér er einnig rétt að geta þeirra mælinga á síðufitu á föllum, sem
Gunnar Þórarinsson hefur unnið að í sláturhúsinu á Hvammstanga allt frá
haustinu 1986 og Jóhannes Ríkharðsson hóf á Sauðárkróki haustið 1992.
Við skoðun, sem Agúst Sigurðsson vann fyrir mig á þessum tölum á
44