Búnaðarrit - 01.01.1994, Síða 52
Ellefti árgangur Sauðfjárrœktariimar kom út snemma á árinu 1993. Þar
er aö finna yfirlit og skýrslur vegna starfsins á árinu 1992, auk þess sem
þar er ítarleg skýrsla um fagferð ráðunauta í sauðfjáirækt til Englands
haustið 1992. Þessi bók er um 200 síður að stærð. Báðum þessum ritum hef
ég ritstýrt og skrifað meginhluta af efni þeirra.
Einnig skrifaði ég greinar vegna ráðunautafundar, auk allnokkurra
greina í Frey og Handbók bænda. Einnig hefur allnokkuð verið ritað af
greinum og yfirlitum vegna hinna margvíslegu funda og ráðstefna, sem
voru á árinu 1993.
Hér verður ekki geró tilraun til að gefa yfirlit um þann gríðarlega fjölda
funda, sem sóttir voru á árinu 1993. Nokkurra hefur þegar veriö getið. Eg
var með erindi á fundi nautgriparæktarfélaganna á Suðurlandi í febrúar, þar
sem aðallega fór fram kynning á nýja kynbótamatinu. Eg sótti aðalfund
bæði hjá Landsambandi kúabænda á Blönduósi og Landsamtökum
sauðfjárbænda á Hvanneyri í ágúst, en skipulag þeirra var það óheppilegt,
að þeir voru báðir haldnir sömu daga. Þá sat ég hluta af aðalfundi
Stéttarsambands bænda á Hvanneyri. Eg var einn af frummælendum á
fundi landbúnaðrráóuneytisins og Bsb. Vestur-Húnavatnssýslu á Hvamms-
tanga í júní, þar sem fjallað var um stöðu sauðfjárræktar. Eg mætti á fundi
hjá Bsb. Vestur-Húnavatnssýslu í Asbyrgi í september, þar sem fjallað var
um sauðfjárrækt. Fundur fjárræktarfélaga á Suðurlandi var haldinn í
Landsveit í nóvember. I desember mætti ég á fundi hjá Bsb. Austurlands,
þar sem fjallað var um sauðfjárrækt og niðurstöður sýninga á svæóinu um
haustið.
Eg gegndi starfi formanns Rannsóknarstofnunar landbúnaðarins árið
1993.
Þá hafði ég á höndum formennsku í vinnuhópi á vegum Framleiðsluráðs
landbúnaðarins, sem falið var að skila tillögum um verðlagningu mjólkur
með tilliti til efnainnihalds, en eftir þeim tillögum hefur síðan verið unnið.
Þar er lagt til, að innan tveggja ára verði athugað, hvort ekki beri eingöngu
að verðleggja með tilliti til próteins eins og víóast er gert erlendis.
Eg starfaði í samnorrænum vinnuhópi um skýrsluhald í nautgriparækt.
Ég sótti aó vísu ekki þar fundi, en vann í samvinnu við nefndina með
bréfaskrifum og faxsendingum. Hópurinn skilaði vinnuskýrslu í lok októ-
ber. Þar eru nú ræddar þær hugmyndir að vinna þróunarstarf á þessu sviói í
meiri samvinnu landanna í framtíðinni, en reynsla sýnir, að slík kerfi eru
tekin til gagngerrar endurskoóunar á um 20 ára fresti.
Ég var í vinnuhópi á vegum Rannsóknarráðs, sem fjallar um verkefni í
fiskeldi.
Þá sat ég sem fulltrúi íslands í stjóm NÖK (áhugahópur um nautgripa-
rækt á Norðurlöndum), en þar var lítið starf, þar sem 1993 er ár á milli
ráóstefnuára.
46