Búnaðarrit - 01.01.1994, Side 57
forðagæsluskýrslum. Geitaeigendur voru í flestum sýslum landsins,
samtals 48 með 1-67 geitur hver. Skýrsluárið 1991-1992 skiluðu 28
geitaeigendur skýrslum fyrir samtals 299 geitur, og var greitt stofnverndar-
framlag á samtals 282 geitur í nóvember, kr. 2.700 á geit. Auk þess að hafa
umsjón með geitaskýrslunum hef ég aðstoðað nokkra geitaeigendur, m.a
varðandi útvegun á höfrum vegna skyldleika. Því má við bæta, að ég
leiðbeindi Höllu Eygló Sveinsdóttur við aðalverkefni hennar til B.Sc. prófs
vorið 1993 við Búvísindadeildina á Hvanneyri í Borgarfirði. 1 ritgerðinni,
sem ber heitið Islenska geitin, er að finna margvíslegar upplýsingar og
fróðleik. I byrjun nóvember voru allar geitaskýrslur, allt frá 1976,
ljósritaðar með aðstoð Sigríðar Þorkelsdóttur, ritara á skrifstofu, og þær
sendar dr. Stefáni Aóalsteinssyni, framkvæmdastjóra Norræna gena-
bankans fyrir búfé á Asi í Noregi. Þar átti ég fróðlegt viðtal við Stefán og
Sigríði Bjamadóttur búfræðikandídat um tölvuskráningu og úrvinnslu
þessara gagna, þegar ég var á ferð í Noregi í byrjun desember. Þau eru m.a.
að rannsaka skyldleika í stofninum, sem er trúlega mikill.
Landsmarkaskrá. Haustið 1993 var tekinn saman viðauki við Lands-
markaskrá 1989 og eintök send öllum markavörðum í landinu. Ýmsir aðrir
hafa fengið vióaukann, m.a. þeir, sem hafa keypt þessa sérstæðu bók. Sú
skipan hefur gefist vel, að ég fái sendar og yfirfari allar beiðnir um birtingu
nýrra marka eða breytingar á skráðum mörkum, áður en þau eru auglýst í
Lögbirtingablaðinu. Síðan eru þau tölvuskráð hjá Búnaðaifélagi íslands, og
hef ég umsjón með því verki. Þetta tryggir sem best rétta skráningu marka í
samræmi við ákvæði laga og reglugerðar. Samstarf við markaverði og
starfsfólk Lögbirtingablaðsins var með ágætum nú sem fyrr.
Forðagœsla. Skýrsluskil voru með venjubundnum hætti, og tókst að ná
inn öllum skýrslum og ljúka uppgjöri um sumarmál. Landbúnaðar-
ráðuneytiö lagði sérstaka áherslu á nákvæma skráningu sauðfjár, og sem
fyrr voru útbúnar samanburðarskrár fyrir ráðuneytið með upplýsingum um
alla fjárbændur og fjáreign þeirra árin 1990, 1991 og 1992 vegna uppgjörs
fækkunarsamninga. Helstu niðurstöður um búfjáreign, heyforða og
uppskeru garðávaxta voru birtar í aprílhefti Hagtíðinda 1993 og í 15.-16.
tbl. Freys 1993, eins og venjulega. Með fylgdu nýjar skýringar vegna
breytinga á ýmsum færslum, þar eð ný eyðublöð voru tekin í notkun
haustið 1992. Að venju var töluvert um bréfaskriftir, einkum varðandi
framkvæmd búfjáreftirlits og forðagæslu, svo og vegna margvíslegra
beiðna um upplýsingar úr niðurstöðum. Haustið 1993 voru eyðublöð og
önnur gögn send sveitarstjómum í lok fyrstu viku október, og fóru fyrstu
skýrslurnar að berast í lok nóvember. Tölvuskráning var komin vel af stað,
þegar líða tók á jólaföstu (sjá starfsskýrslu Jóns Baldurs Lorange).
Búfjáreftirlitsmenn (áður forðagæslumenn) hafa mikið samband við mig,
og ég nýt góðrar samvinnu við héraðsráðunauta um land allt. Á liðnu ári
51