Búnaðarrit - 01.01.1994, Page 58
hafði Samband dýravemdarfélaga íslands alloft samband vió forðagæsluna,
aóallega vegna útigangshrossa. Það er segin saga, að í harðindaköflum
fjölgar kvörtunum og kærum. Búnaðarþing 1993 ályktaói um meðferó
útigangshrossa. Samkvæmt þeirri samþykkt sendi ég dreifibréf ásamt
ályktuninni til allra sveitarstjóma í landinu, fyrst í mars og síðan aftur í
október, með beiðni um könnun á húsakosti fyrir hross. Svör eru að berast
með forðagæsluskýrslum, þannig að síðar má vænta upplýsinga um stöðu
mála. Góð meðferó búfjár er liður í umhverfisvænum búskap, og því er
brýnt að viðhalda góöri forðagæslu og búfjáreftirliti um land allt.
Onnur störf Samskipti og aðstoð við útlendinga var meó svipuðum
hætti, svo og miðlun upplýsinga um íslenskan landbúnað, m.a. í samvinnu
við Upplýsingaþjónustu landbúnaöarins. Að venju sinnti ég bréfaskriftum
vegna samskipta félagsins vió Búfjárræktarsamband Evrópu (EAAP).
Einnig var ég í sambandi við INTERNORDEN, samstarfsnefnd sauðfjár-
ræktarráðunauta á Norðurlöndum. Öðru hverju þýddi ég bréf á ensku,
aðallega fyrir búnaðarmálastjóra, hrossaræktina og Ráðningarstofu land-
búnaðarins. Námsfólki og kennurum á framhalds- og háskólastigi veitti ég
upplýsingar og fyrirgreiðslu af ýmsu tagi. Þá var ég í hópi þeirra starfs-
manna bændasamtakanna, sem aðstoóuóu Upplýsingaþjónustu land-
búnaóarins öóru hverju yfir vetrarmánuðina við starfsnámskeið fyrir
grunnskóla. Á árinu las ég yfir nokkur handrit fyrir ritió Búvísindi. Að
venju yfirfór ég drög aó endurskoðuðum fjallskilareglugerðum svo og drög
að samþykktum um búfjárhald, sem bárust til umsagnar úr landbúnaðar-
ráðuneytinu. Einnig leiðbeindi ég nokkrum sveitarfélögum, sem hafa
auglýst bann gegn lausagöngu búfjár, aðallega stórgripa, eóa hafa gert
samþykktir um búfjárhald. Slíkum auglýsingum hefur fjölgað á seinni
árum. Að venju tók ég saman skrár yfir réttir, en mikið er spurt um þær á
haustin, jafnvel frá útlöndum. Á árinu starfaði ég í tveim matsnefndum og
var meðdómari í einu dómsmáli varðandi landnýtingu og landbúnað. Af
þeim sökum þurfti ég aó mæta vegna vitnaleiðsla og dómsuppkvaðningar í
Héraðsdómi Reykjaness og Héraðsdómi Reykjavíkur seint á árinu. I lok
nóvember kom hingað í kynnisferð Lars Olav Eik frá Ási í Noregi, og
skipulagði ég dvöl hans. Við áttum ágætar viðræður um sauðfjár- og
geitfjárrækt, en hann hefur sérstakan áhuga á íslensku geitinni með
hugsanlegan innflutning til Noregs í huga vegna kynbótastarfs þar. Á liðnu
ári flutti ég fyrirlestur um afréttamál fyrir búvísindanema á Hvanneyri í
Borgarfirði, og um búfjárframleiðslu fyrir matvælafræðinema í Háskóla
Islands. Einnig flutti ég fyrirlestra um íslenskan landbúnaði í Leiðsögu-
skóla Islands í Kópavogi, annaóist minni háttar kennslu í sauðfjárrækt fyrir
Bréfaskólann og sat ársfund hans. Á árinu áttum við Jón Baldur Lorange
og Kristinn Hugason frumkvæði að átaki í reykingavörnum hjá bænda-
samtökunum, og höfum við átt góða samvinnu um það mál við búnaðar-
J
52