Búnaðarrit - 01.01.1994, Blaðsíða 61
Dalamenn felldu stóöhestinn Dreyra frá Álfsnesi, 23ja vetra gamlan, er
reynst hefur farsæll og sívinsæll kynbótahestur, en var orðinn mergsoginn
og útbrunninn.
Homfirðingar geltu stóðhestinn Kjama frá Hrafnkelsstöðum, Ámes-
sýslu, þegar orðið var nokkuð ljóst skv. blóðrannsókn, að faóernið var
ótryggt. Formannaskipti urðu í eftirtöldum hrossaræktarsamböndum:
Vesturlands, Austur-Húnavatnssýslu og Skagfirðinga.
Aðalfundi sat ég í Búðardal 31. mars og á Selfossi 21. apríl.
Stóðhestastöðin. Starfsskýrsla ársins birtist í Hrossarœktinni að vanda
með dómum og umsögnum. Eg heimsótti stöðina 21 sinni á árinu meó
ýmsum störfum þar, fundum, dómum og sýningu. Ég var þó ekki í
dómnefnd við dóma á stöðvarfolunum vegna tengsla minna við einn
folanna, og ritar Kristinn um dómana í ársskýrslunni. Dómar fóru fram 4.
maí, og vorsýning var haldin 8. maí að viðstöddu fjölmenni, og virðist sá
hópur stækka árlega, hvernig sem viðrar.
Heldur minna framboð til stöðvarinnar var á folöldum og einkum
ungfolum (l-2ja vetra) í haust en oft áður, einkum dregur úr aðsókn
Norðlendinga. Munu hafa verið skoðaðir um 35 ungfolar í þessu
augnamiði, en um 50 á síðasta ári. 1 haust voru alls valdir inn á stöðina 10
hestar, 7 folöld og 3 eldri folar, auk tveggja folalda, sem verða fóðruð hjá
eigendum folaldsveturinn, en í fyrra voru teknir inn 17 nýir folar. I bili
erum við í stjórn Stóðhestastöðvarinnar að auka rekstrartekjur með því að
fækka heldur stöðvarfolum, en fjölga folum, sem eru teknir í tamningu í
fáa mánuði, og er þessi fækkun nýliða í samræmi við það sjónarmið. I
haust (nóv.-des.) voru 14 aðkomufolar í tamningu, og var Eiríkur að mestu
einn með þá. Sumir þessara fola verða áfram fram á vetur, jafnvel til vors,
og aðrir tamningahestar eru væntanlegir. Pláss er fyrir 12-14 aukahesta yfir
veturinn, ef það nýtist, og verður búbót að því.
Þórður Þorgeirsson á Hellu hætti störfum s.l. vor. Hann stóð sig með
prýði, landskunnur og fær tamningamaður og töframaður við sýningar.
Honum eru þökkuð störfin og góð kynni og óskaó góðs gengis í framtíðinni.
Eiríkur Þór Guðmundsson, forstöðumaður, og Hjördís H. Ágústsdóttir
starfa áfram, og er vonandi, að stöðin megi enn um sinn njóta krafta þeirra.
Eiríkur er tvímælalaust einn færasti tamninga- og reiðmaður, sem völ er á,
og lífsnauósyn er fyrir stofnun sem Stóðhestastöðina að hafa í vinnu hina
hæfustu menn.
Nýir starfsmenn, sem byrjuðu um áramót, eru Vignir Siggeirsson frá
Snæbýli, V.-Skaftafellssýslu, sem er í fullu starfi, og sambýliskona hans,
Lovísa Ragnarsdóttir frá Egilsstöóum, S.-Múlasýslu, búfræðingur frá
Hólaskóla, og er hún í hálfu starfi. Þau eru þekktir tamningamenn. Góðar
vonir eru bundnar við þeirra störf og þau boðin velkomin.
Því er ekki að neita, að á árinu 1992 var rekstur stöðvarinnar ekki nógu
55