Búnaðarrit - 01.01.1994, Page 62
hagstæður miðað vió að standa undir afborgunum og vöxtum lána vegna
nýbyggingarinnar. Fleira kom til, sem ekki verður tíundað hér. Rekstrar-
afkoma í ár ætlar aö standa í jámum þrátt fyrir kostnaðinn af húsinu, en ég
tel, að finna þurfi ráð til að létta skuldum alveg af rekstrinum. Tilgangurinn
er rekstur þjóðlegrar þjónustu og tilraunastöðvar, sem stendur undir sér án
skuldabyrða.
Eignarhestur Stóðhestastöðvar, Þótti frá Hólum, grár, 4ra vetra gamall,
ættgóóur, taminn, glæsilegur töltari, var seldur til Þýskalands í haust fyrir
400 þúsund krónur. Þótti hlaut í einkunn fyrir höfuð 6,5, sem telst
falleinkunn hjá okkur hér á landi.
Hrossarœkt og sýningar. Fjórðungsmót var haldið á Vindheimamelum í
Skagafirði dagana 30. júní til 4. júlí. Veðrið var kalt og vott sem á
Snæfellsnesi í fyrra, og nú varð líka eins og þá síðasti dagur mótsins góður.
Enn er verið aö bæta aðstöðuna á mótssvæðinu með fleiri keppnisvöllum
og stærri húsum. Er þar flest í góðu lagi.
Kynbótasýningar tókust vel þrátt fyrir tíðarfarið, og er árangur
ræktunarmanna auðsær.
Forskoðun fyrir fjóðungsmótið stóð í réttar þrjár vikur, þó með töfum
vegna ótíðar, en sýningardögum fjölgaði þó ekki.
A öllu landinu voru alls dæmd 1308 hross, og var ég við þau störf 44
daga, en var þó ekki viðstaddur alla þessa dóma, þar sem vió Kristinn
Hugason unnum hvor í sinni dómnefndinni í nokkrum tilvikum.
Við Jón Vilmundarson aðstoðuðum bændur á Búðarhóli, Rang., við val á
unghryssum til undaneldis snemma í sumar, og mættu fleiri taka sér taki í
þeim málum.
Nánar er skrifað um þessi störf, feróalög og dóma í Hrossarœktinni.
Unftfolaskoðun. Mikill tími og ferðalög fara ár hvert í að skoða ungfola
bæði fyrir einstaklinga og vegna Stóóhestastöðvarinnar. Tel ég þetta vera
nauðsynlegt og sjálfsagða þjónustu, sem ræktendur þarfnast og leggja upp úr.
Stofnverndarsjóður telst nú sennilega vel stæður, þar sem til eru í sjóði
yfir 20 milljónir. Nú vildi ég útvíkka reglur sjóðsins, svo að hægt væri að
hafa styrk af honum við að skapa Stóðhestastöðinni bærilegan
rekstrargrunn og veita úr sjóðnum til styrktar tilraunastarfi á stöðinni, sem
gæti verið margþætt. Utflutningur hrossa og hrossakjöts er öflugasta
tekjulind greinarinnar svo og erlendir ferðamenn, tengdir hestum, og af
útflutningi kynbótahrossa lifir Stofnvemdarsjóóur. Því er eólilegt, að
tilraunir til eflingar og aukinnar þekkingar á íslenska hestinum tengist
þessum sjóði.
Aðeins var ein veiting úr Stofnvemdarsjóði á árinu, er Homfirðingar og
Sunnlendingar keyptu stóðhestinn Kóp frá Mykjunesi, Rang., og var
samtals lánað og styrkt 40% af kaupverði.
Hrossarœktarsumband íslands hélt aðalfund 6. nóv. á Hvanneyri.
56