Búnaðarrit - 01.01.1994, Page 66
Hrossarækt
Kristinn Hugason
Á árinu 1993 óx útflutningur lirossa frá
Islandi enn að höfðatölu til, en á árinu 1993
voru flutt úr landi 2485 hross: 86 stóðhestar,
1235 hryssur og 1164 geldingar. Helstu
markaðslönd voru Þýskaland meö um 51%
af sölunni og Svíþjóð með nær 18%, en þar
hefur salan þó dregist mikið saman, en aukist
í bæði Danmörku og Noregi. Nokkur, en þó
of lítil, hreyfing er á útflutningi hrossa til
nýrra markaðslanda. Erfið ytri skilyrói bæði
hér heima og erlendis og mikið offramboð af
ýmiss konar hrossum setur jafnframt mark
sitt á afkomuna í greininni. Mikil
verðlækkun á hrossum er enda staðreynd, og er verðlækkunin enn meiri að
því, er viróist, á kaupverðinu til útflutnings en á söluverðinu erlendis.
Jafnframt hefur eftirspurn eftir ódýrum og þá um leið lítið ræktuðum
hrossum aukist meira en eftir hinum betri og dýrari. Offramboóið af
hrossum er auk þess mest í lágu verðflokkunum, enda hefur kjötmarkaður
fyrir allt hrossakjöt verið mjög lélegur hér innanlands um árabil.
Utflutningur á hrossakjöti hefur þó gengió ótrúlega vel sérstaklega til
Japans, og þyrftu hrossaræktendur aó notfæra sér þann markað markvisst.
Þrátt fyrir þá þróun, sem rakin hefur verið hér að ofan og felur í sér bæði
tekju- og eignarýrnun í greininni, er engin bein vá fyrir dyrum, og helgast
það mest af því, hve lítið skuldsett greinin er. Á leiðina til hagsældar í
hrossabúskap hefur síðan margoft verið bent, og þar er aðeins ein leið fær,
sem er aukinn ræktunarbúskapur og traust markaðsstarf, þar sem fagleg
þekking verói höfð að ieiðarljósi við markaðssetninguna.
Störfin í hrossakynbótunum gengu vel á árinu, og er gefin út ýtarleg
skýrsla um þann þáttinn, sem er Hrossarœktin, árbók Búnaðarfélags
Islands um hrossarækt. Starfsemi leiðbeiningaþjónustunnar í greininni var
60
J