Búnaðarrit - 01.01.1994, Side 67
meó líku sniði og allra síðustu ár. Hin ýmsu verkefni s.s. ritstörf,
erindaflutningur, fundarsetur, nefndarstörf, vinna við skýrsluhald og sjálf
dómsstörfin, röðuðust sem gefur að skilja með hefðbundnum hætti á árið,
sjá t.d. síðustu starfsskýrslu, en tökin, sem beitt er til að takast á við
verkefnin, þurfa að fela í sér nýjungar um leið og byggt er á því, sem vel
hefur reynst. Hér á eftir mun ég gera grein fyrir því, á hvern veg ég
leitaðist við að finna hverjum þætti í starfi mínu farveg á árinu 1993.
Dómsstörf og sýningar. A árinu voru þrír aðalatburðir í sýningarhaldinu
í hrossaræktinni, hin árlega vorsýning Stóðhestastöðvar ríkisins í Gunnars-
holti 8. maí, fjórðungsmótið á Norðurlandi, sem haldið var á Vindheima-
melum í Skagafirði dagana 30. júní til 4. júlí og Heimsleikar á íslenskum
hestum, sem fram fóru í Hollandi 16. til 22. ágúst. Tókust allir þessir
atburðir heldur vel. Vorsýning Stóðhestastöðvarinnar var ákaflega fjölsótt
að vanda. Útkoman á stóðhestunum á Stóðhestastöðinni í kynbótadómi var
góð, og er stöðin glæsilegur sýningargluggi fyrir íslenska hrossarækt.
Fjórðungsmótið heppnaðist vel miðaó við veður. Ymsar minni háttar
breytingar voru gerðar á tilhögun sýninga kynbótahrossa, en í ljósi
þverrandi aðsóknar aö hestamannamótum þurfunt vió að líta með opnum
huga á möguleika til frekari breytinga, sem gera mótin meira lokkandi í
hugum fólks. Þó er rétt að taka fram, að margt bendir til, að kynbótaþáttur
hestamannamótanna sé nú einna vinsælasta dagskráratriðið. A Heims-
leikunum í Hollandi náðu íslensku keppendumir glæsilegum árangri, og er
það vitaskuld ávöxtur kynbótanna. Kynbótaþáttur mótsins var aftur á móti
allur risminni en maður á að venjast hér heima, og þarf að verða mikil
breyting þar á, ef kynbótamálin eiga yfir höfuð að vera áfram á dagskrá
Heimsleikanna.
Á árinu gengu dómsstörfin sjálf í hrossaræktinni sæmilega vel, en
tölfræöileg greining á dómum frá sumrinu sýna, að hvergi má slaka á, svo
að teygnin haldist, og að því veróur sérstaklega gætt t.d. á næsta dómsári.
Topphrossin þurfa að skera sig úr, og þá þurfa hin lakari jafnframt að lenda
á sínum stað á kvarðanum. Ritið Kynbótadómar og sýningar, sem inni-
heldur allar dómareglur og stigunarkvarðann og Búnaðarfélag Islands gaf
út árið 1992, hefur sannað gildi sitt, en ég vildi þó sjá bókina í höndum enn
fleiri.
Alls voru kveðnir upp 1450 dómar á árinu 1993: 236 sköpulagsdómar
og 1214 fullnaðardómar. Fjöldi dæmdra hrossa var 1308: 272 stóðhestar,
1002 hryssur og 34 geldingar. Alls var unnið að dóms- og sýningarstörfum
í 62 daga. Við Þorkell Bjamason vorum saman við dóma í 23 daga, en þar
að auki dæmdi ég í 20 daga og Þorkell í 19. Á árinu komu alls níu manns
að dómunum með okkur, 30 manns störfuðu við sýningarstjórn, mælingar
eða aðra aðstoð á sýningarstað,og 13 manns komu að störfum við
tölvufærslu ýmist hjá Búnaðarfélagi íslands, þar sem starfið í heild fór að
61