Búnaðarrit - 01.01.1994, Qupperneq 74
þann 9. september, eins og fyrr getur. Samþykktir fyrir Fagráðið verða ekki
birtar hér, til þess er ekki rúm, en þess í stað er vitnað til 20. tbl. Freys 89.
árg. 1993 og til Handbókar bænda 1994, en á báðum þessum stöðurn eru
samþykktirnar birtar.
Undirritaóur vill þó víkja að tveimur atriðum í sambandi við
fagráðsstofnunina. I fyrsta lagi er augljóst, að vandkvæði geta hæglega
skapast varðandi verkaskipti Hrossaræktarnefndar Búnaðarfélags Islands
og Fagráós í hrossarækt. Til að minnka hættuna á þessu lagði ég til, að þar
sem í samþykktum Fagráðsins segir: „Hlutverk fagráós er að vera vett-
vangur fyrir faglegar umræður um stefnur í hrossarækt og um samræmingu
á sviði leióbeininga, fræðslu og rannsókna í þágu hrossaræktar" o.s. frv.
ætti að nægja og skiljast, ef stæði: „Hlutverk fagráðs er að vera vettvangur
fyrir samræmingu á sviði leiðbeininga, fræðslu og rannsókna í þágu
hrossaræktar" o.s. frv. Þessi tillaga náði ekki fram að ganga. í öðru lagi
kom fram haróvítug gagnrýni á aðalfundi Hrossaræktarsambands Islands í
haust á, að þaó skuli ekki vera aðili að Fagráðinu. Þessu til skýringar mætti
geta ýmissa atriða. Hrossaræktarsamband Islands er ekki hefðbundið félag
eöa félagasamtök, það hefur t.d. ekki kjörna starfsstjóm, sjálfstæóan
fjárhag, félagatal og svo frv. Það eru fleiri ár síðan undirritaður fór að
leggja áherslu á ýmsar nauósynlegar breytingar á rekstrarformi þessara
samtaka, en við takmarkaðan skilning. Hrossaræktarsamböndin sjálf, sem
eru aðilarnir, er mynda Hrossaræktarsamband Islands, hafa síðan marga
fulltrúa inni á samráðsfundi búgreinarinnar, sem Fagráó stendur fyrir, en
aðalfundur Hrossaræktarsambands Islands er auk þess um tveggja áratuga
gamall undanfari samráðsfundarins. Þá er og full ástæða að geta þess, að
félagar hrossaræktarsambandanna um land allt eru hver einasti félagi í
Landssambandi hestamannafélaga eða Félagi hrossabænda og fjölmargir í
báóum samtökunum auk hinna sterku tengsla, sem hrossaræktarsamböndin
hafa við búnaðarsamböndin. Þaó sér hver maóur, að ekki er rúm fyrir mörg
búgreinafélög í einni og sömu búgreininni, og er afar brýn nauðsyn að
endurskipuleggja og einfalda félagskerfið í kringum hrossaræktina. Fulltrúi
Hrossaræktarsambands íslands hafði eflaust þessi atriði öll í huga í starfi
sínu við undirbúning stofnunar Fagráðsins. Einnig er full ástæða, að það
komi fram í þessu sambandi, að erfitt var að ná sátt um starfsreglur
Fagráðs, er fælu í sér hóflega stærð fagráðsins og jafnvægi á milli
sjónarmióa, en það náðist þó fram.
I Fagráði í hrossarækt sitja nú eftirtaldir aðilar: Einar E. Gíslason,
Bergur Pálsson og Halldór Gunnarsson frá Félagi hrossabænda, Guð-
mundur Jónsson frá Landssambandi hestamannafélaga, Jón Bjamason,
Olafur Guðmundsson og Brynjólfur Sandholt frá Rannsóknastofnun
landbúnaðarins, bændaskólunum og yfirdýralækni og Kristinn Hugason frá
Búnaðarfélagi Islands. Einar E. Gíslason er formaður Fagráðs. Fagráð
68