Búnaðarrit - 01.01.1994, Side 76
haldin á árinu, og var það í Þýskalandi í tengslum við val hrossa á
Heimsleikana. Sáum við Þorkeil Bjamason um dómsstörf þar. A árinu
svaraði ég fjölmörgum bréfum og símtölum erlendis frá. Nokkrir erlendir
aðilar sóttu mig heim á skrifstofu.
Ýmislegt. Þann 18. apríl var mér boðið á Norðlenska hestadaga í
Reiðhöllinni, og var það hin ágætasta sýning. Einnig var mér boðið á
Uppskeruhátíð hestamanna, sem haldin var á Hótel Islandi þann 12.
nóvember. A þeirri hátíð var Sveinn Guðmundsson útnefndur „Ræktunar-
maður ársins" af Búnaðarfélagi Islands, en það er heiðursviðurkenning,
sem ætlunin er að úthluta árlega til þess hrossaræktanda, sem fram úr þykir
skara. Hef ég lagt nokkra vinnu í aó útbúa reglur um þessa úthlutun.
Jafnframt hef ég samið drög að breytingu á skipulagsskrá Sleipnisbikarsins
í takt við tímann.
Eg kenndi bæði kynbætur hrossa og kynbótadóma í Búvísindadeildinni á
Hvanneyri og fræddi ítalskan búvísindanema, sem var í námsheimsókn vió
deildina, um hinn fræðilega bakgrunn hrossakynbótanna hér á landi og um
útfærslu aóferðanna í hrossarækt. Þann 28. september skoðaði ég síðan
hrossabeitartilraun á Hvanneyri, sem skólinn stendur fyrir ásamt með
Landgræðslu ríkisins og Rala.
Læt ég þá þessari greinargerð minni um starfið á árinu 1993 lokið. Vil
ég í lokin þakka hestafólki, starfsmönnum búnaðarsambanda og stofnana,
sem með mér hafa unnið að málefninu, stjóm Búnaðarfélags Islands,
búnaðarmálastjóra og samstarfsfólki öllu hjá félaginu fyrir samstarfið.
Ritskrá:
Alþjóölegur fræóafundur um hrossarækt á norðlægum stóðum. Freyr 89 (20), 738-742.
Brccding of Icelandic toelter horses: an overview, 14 bls. Birt í ráðstefnugögnum frá llorsc
Hreedinf! and Pruductiun in Cold Climatic Regiuns. Ráðstefna á vegum BI og Rala í samstarfi við
EAAP, haldin á Hótel Sögu í Reykjavík dagana ll.til 13. ágúst 199.3.
Fagráð í hrossarækt, fréttatilkynning. Freyr 89 (20), 743 og 755.
Hrossarrækt, starfsskýrsla. Búnaðarril 106, 1993, 12 bls.
Hrossarækt á íslandi, yfirlit. Freyr 89 (22), 820-824 og 827, fyrri hluti. Freyr 89 (23) 854-857 og
867, síðari hluti.
Hrossara’ktin 1992, ársrit Búnaóarfélags íslands í hrossarækt, 8. árg. Ritstjóri, samantckt og
höfundur ýmissa skýrslna og greina, 314 bls.
Skýringar við útleigulista Stóðhestastöóvar ríkisins árið 1993. Freyr 89 (8), 318-319 og .316.
Stóðhestar hrossaræktarsambanda og einstaklinga. Handbók bwnda 1993, 43. árg. 153-163.
Um áramót. Eiðfaxi 1993 (12), 39-41.
70