Búnaðarrit - 01.01.1994, Síða 77
Svínarækt
Pétur Sigtryggsson
Eins og undanfarin ár var ég ráóunautur í
svínarækt í hálfu starfi og í hálfu starfi sem
sérfræðingur í svínarækt við Rannsókna-
stofnun landbúnaðarins. Skrifstofa mín er
eins og áður í húsi Rannsóknastofnunar
landbúnaðarins að Keldnaholti. Starf mitt í
þágu svínaræktarinnar var með líku sniði og
undanfarin ár. Fjölmargir komu á
skrifstofuna eða hringdu til þess aó fá
upplýsingar varðandi fóðrun, kynbætur eða
almennt um svínarækt. Einkum voru það
bændur, sem ætluðu að byrja í svínarækt, eða
bændur, sem sáu fram á, að þeir yróu að bæta rekstur búa sinna, ef þeir
ættu að standast þá samkeppni, sem ríkir á kjötmarkaðnum. Þessum aðilum
var afhent ljósrit af þeim greinum, sem ég hef skrifað um fóðrun,
kynbætur, kjötgæði o.fl.
Á árinu 1993 voru haldnir 3 fundir í Svínarœktarnefnd. Aðalmálefni
þessara funda var væntanlegur innflutningur kynbótadýra, og vonast er til,
að sá innflutningur geti hafist á árinu 1994.
Þegar ég tók við starfi sem svínaræktarráðunautur hjá Búnaðrarfélagi
íslands og sem sérfræðingur í svínarækt hjá Rannsóknastofnun land-
búnaðarins 1979, voru mjög litlar eða engar upplýsingar til um notagildi
íslenska svínastofnsins, t.d. um frjósemi gyltna, vaxtarhraða og fæðingar-
þunga grísa, kjötgæði o.s.frv. Alger forsenda fyrir því, að hægt sé að ná
einhverjum árangri í kynbótum og íslenskir svínabændur geti framleitt þá
vöru, sem neytendur óska eftir, er, að áreióanlegar tölur og vitneskja liggi
fyrir um kosti og ókosti íslenska svínastofnsins. Einnig verður þessi
vitneskja að vera fyrir hendi, ef íslenskir svínabændur eiga að geta notfært
sér reynslu og þekkingu annarra þjóða í svínarækt. Ennfremur var íslenskt
svínakjöt ekki ýkja vinsælt hjá neytendum á þessum tíma, þar sem það var
mjög tilviljunarkennt, hvemig gæði þess voru. Þessu til staðfestingar er
71