Búnaðarrit - 01.01.1994, Síða 81
Tafla 1. Meðaltöl afkvæma gyltna, sem best komu út úr
afkvæmarannsókn í Hraukbæ 1992.
Gylta nr. Fjöldi grísa Aldur/ slátrun Fall, kg Þyngd/ slátrun Fita á bóg, mm Fita á hrygg. Vaxtarhr.* mm Vaxtarhr.** Göltur
531 6 166 71,1 100,2 36,8 20,2 601 826 56
533 5 171 72,0 101,4 40,6 20,2 586 796 45
447 4 157 65,6 92,4 37,3 18,0 580 822 56
561 7 155 62,4 87,9 37,9 19,3 561 786 56
497 5 168 67,6 95,2 38,2 19.2 558 755 45
612 7 163 65,3 92,0 34,4 18,3 1 557 761 56
578 4 165 64.9 91,4 43,6 21,8 548 738 45
*Vaxtarhraði frá fæðingu til slátrunar g á dag. ** Vaxtarhraði frá 25 kg
þyngd til slátrunar g á dag eða eins og vaxtarhraðinn er gefinn upp frá
kynbótastöðvum erlendis.
Reiknað er með, að íslensku sláturgrísirnir séu 75 daga gamlir, þegar
þeir eru 25 kg þungir. Af töflu 1 sést, að allir grísir undan gelti nr. 56 hafa
fitumál á hrygg undir 20 mm og fitu á bóg undir 38 mm nema grísimir
undan gyltu nr. 531. Eðlileg skýring er á þessu, þar sem 3 af þessum 6
grísum undan gyltu 531 voru orðnir 104 kg, 107 kg og 110 kg við slátrun.
Ef þessum grísum hefði verið slátrað viku fyrr, þá hefðu þessi fitumál
sjálfsagt verið innan tilskilinna marka. Einnig sést af töflu 1, hversu vel
þarf að vanda val galta og gyltna með tilliti til fitusöfnunar. Eftirtektarvert
er, að þeir grísir, sem eru of feitir, eru allir undan gelti nr. 45. Að sjálfsögðu
er auðvelt að fá mikinn vaxtarhraða hjá grísum, ef ekki er tekið tillit til
fitusöfnunar, en þá eru viðkomandi bændur að nota mikið fóðurmagn til að
framleióa lítt seljanlega vöru, sem ekki samrýmist kröfum neytenda.
Vitnisburður um þann mikla árangur, sem náðst hefur á svínabúinu í
Hraukbæ, eru afurðir og framleiðslugeta 1. gots gyltna frá Hraukbæ á
svínabúinu á Stafholtsveggjum, en þar er ég nú að vinna að afkvæma-
rannsóknum og kjötrannsóknum. Til dæmis eru meðaltöl úr 1. goti gyltu nr.
3, sem er undan gelti nr. 56 og gyltu nr. 479 frá Hraukbæ, eftirfarandi: 11
nytjagrísir, aldur við slátrun 156 dagar, fall 63,9 kg, þyngd við slátrun 89,9
kg, fita á bóg 31,4 mm, fita á hrygg 14,9 mm, vaxtarhraði frá fæðingu til
slátrunar 565,1 g á dag, vaxtarhraði frá 25 kg til slátrunar 802 g á dag,
sýrustig eða Ph í hrygg og læri 5,84. Þegar aldur við slátrun og fitumál
grísanna eru athuguð, sést, að vaxtarhraðinn hefði án efa oróið mun hærri,
ef grísimir hefðu verió 1-2 vikum eldri við slátrun.
I Danmörku eru notaðar leiðbeinandi töflur yfir fóðurþarfir sláturgrísa
miðaðar við vaxtarhraða grísa frá 25 kg þyngd til slátrunar. Þessar töflur
yfir áætlaðar fóðurþarfir sláturgrísa gefa góða vísbendingu um framfarir í
75