Búnaðarrit - 01.01.1994, Page 82
svínarækt á liónum árum. Þannig var á árinu 1971 miðað við, aó grísirnir
þyngdust um 600 g á dag frá 25 kg þyngd til slátrunar. Samsvarandi
þyngdaraukning frá 25 kg þyngd til slátrunar var 650 g á dag árið 1978 og
nú á árinu 1992 er miðað við tvenns konar þyngdaraukningu frá 25 kg til
slátrunar eða annars vegar 700-800 g á dag og hins vegar yfir 800 g á dag.
Ef meðalvaxtarhraði frá 25 kg þyngd til slátrunar samkvæmt
niðurstöðum afkvæma- og kjötrannsókna 1989-1992 er áætlaður á sama
hátt og hér að framan, sést, að á árinu 1989 var meðalvaxtarhraði
sláturgrísa á þessu tímabili aðeins 372,1 g á dag, 1990 520,5 g á dag, 1991
462,1 g á dag, Hýrumel 1992 563,2 g á dag og Hraukbæ 1992 642,8 g á
dag. Rétt er að benda á, að eigandi svínabúsins á Hýrumel hefði án efa
getað aukið vaxtarhraða grísanna allverulega með því að ala þá í 1-2 vikur
lengur, þar sem meðalaldur við slátrun er 168 dagár og meðaltöl fitu á bóg
og hrygg eru aðeins 32,7 mm og 15,7 mm. Einnig skal tekið fram, aó flest
svínin á Hýrumel eru frá svínabúinu í Hraukbæ.
Af þeim niðurstöðum, sem fjallaó er um hér að framan, sést, aö það
vantar aðeins herslumuninn, að með auknum afkvæmarannsóknum og
kjötrannsóknum, bættu skýrsluhaldi og ströngu vali lífdýra geti færustu og
duglegustu svínabændumir framleitt sláturgrísi með 700-850 g
þyngdaraukningu á dag frá 25 kg þyngd til slátrunar. Þegar þessu takmarki
er náð, geta þeir notað dönsku fóðurtöflumar hér að framan og orðið
samkeppnishæfir við starfsbræður sína erlendis.
Fyrirhugað var að halda áfram með afkvæmarannsóknir og kjöt-
rannsóknir á svínabúinu að Hraukbæ á árinu 1993, en þar sem Rala gat
ekki gefið ákveðin svör um, hvort stofnunin myndi greiða ferðakostnað við
þessar rannsóknir, varð ég því miður aö hætta við þessi áform. Þessi
afstaóa kom mér á óvart, þar sem forsvarsmenn Svínaræktarfélags Islands
hafa margoft lýst stuðningi sínum við afkvæmarannsóknir og kjöt-
rannsóknir í svínarækt og hafa óskað eftir, að þær séu auknar, enda gera
þeir sér grein fyrir, að afkvæmarannsóknir og kjötrannsóknir ásamt
fullkomnu skýrsluhaldi eru árangursríkasta aðferðin til að lækka fram-
leiðslukostnað, bæta kjötgæóin og gera íslenska svínabændur sam-
keppnishæfa við starfsbræður þeirra erlendis. Einnig er rétt að benda á, að
sams konar rannsóknir hafa verið gerðar á Hesti með ágætum árangri í
fleiri áratugi á vegum Rala. Tekið skal fram, að Búnaðarfélag Islands
greiddi ferðakostnaó minn vegna afkvæmarannsókna og kjötrannsókna á
svínabúunum að Brúarlandi og Stafholtsveggjum.
Þar sem fyrirsjáanleg er harðnandi samkeppni milli kjötframleiðenda á
komandi árum, verða þeir bændur, sem ætla sér að stunda svínarækt, að
einbeita sér að lækka framleiðslukostnaðinn og bæta þar með rekstur búa
sinna í stað þess að auka sífelit framleiðsluna.
Einungis 10-15 svínabændur merkja grísi sína, og ekki nema hluti af
76