Búnaðarrit - 01.01.1994, Qupperneq 88
Að lokum vil ég þakka stjórn Búnaðarfélags íslands og öllum
samstarfsmönnum, bæði innan félagsins og einnig þeim, sem starfa hjá
ýmsum stofnunum, sem ég hef haft samskipti við á árinu sem og
eldismönnum öllum fyrir gott og ánægjulegt samstarf á árinu.
Ritskrá:
Rekstrar- og fjárfestingaráætlun fyrir „E\dissldö'ma".BúnaðarJ'élag íslands 1993.
Rekstraráætlun I fyrir Svarthamar hf. Búnaðarfclag íslands 1993.
Rekstraráætlun II fyrir Svarthamar hf. Búnaðarjclag íslands 1993.
Farming af Arctic Charr in Iceland. Mun birtast í Bullelin of the Aquaculture Association of
Canada.
Tour to fish farms on I’rince Edward Island. Skýrsla til stjórnvalda á Prince Edward eyju.
Fiskeldi árið 1993.
Eins og áóur eru upplýsingar þær, sem hér eru birtar, fengnar frá
Veiðimálastofnun að langmestu leyti. Það skal tekið fram, að þessar tölur
eru grófar áætlunartölur og mat á verðmætum. Verið er að afla endanlegra
upplýsinga um framleiðslu síðasta árs, og mun Veiðimálastofnun birta þær
upplýsingar, þegar þær liggja fyrir. Starfsmönnum Veiðimálastofnunar,
þeim Stefáni Stefánssyni og Guöna Guðbergssyni, eru hér með færðar
mínar bestu þakkir fyrir þessar upplýsingar.
Skráðar stöðvar munu nú vera um 76 talsins. Þess ber að geta, að enn
vantar nokkuð á, að búið sé að skrá allar bleikjueldisstöðvar.
Gróflega áætlað er gert ráð fyrir, að heimtur af hafbeitarlaxi hafi verið
um 159 þúsund laxar (um 12% aukning frá 1992) eða um 450 tonn. Áætlað
verðmæti er um 167 milljónir króna. Meðalheimtur í heild voru um 4%.
Meðalheimtur á smálaxi, sem hafði meðalþyngd um 2,6 kg, voru um 4,0%,
og meðalheimtur á stórlaxi, sem hafði meðalþyngd um 5,7 kg, voru um 0,4
%. Sleppt var um 4 milljónum seiða í hafbeit á síðasta ári.
Framleiðslan í laxeldinu er áætluð um 2000 tonn (matfiskur) að
verðmæti um 648 milljónir króna. Framleiðslan í bleikjueldi er áætluð um
320 tonn að verðmæti um 118,5 milljónir króna. Framleiðsla á öðrum
silungi, aðallega regnbogasilungi, er áætluð um 180 tonn að verðmæti um
45 milljónir króna.
Áætlað er að framleiðsla laxagönguseiða hafi verið um 5 milljónir stk.
að verðmæti um 350 milljónir króna. Seiðaframleiðsla í bleikjueldi er
áætluð um 1,5 millj. stk. og öðrum silungi um 500 þús. stk. og áætlað
verðmæti um 140 milljónir króna.
Samtals er áætlað, að verðmæti fiskeldisins árið 1993 hafi verið um
1.468 milljónir króna og fiskræktar um 439 milljónir króna.
82