Búnaðarrit - 01.01.1994, Page 90
Kanínurækt
Ingimar Sveinsson
Starfsemi kanínuræktarráöunautar á sl. ári
fólst einkum í að veita upplýsingar í síma og
einnig í því aö reyna að ná einhverju af hlut
kanínubænda út úr þrotabúi Fínullar.
Mikill samdráttur hefir verið í loðkanínu-
ræktinni á sl. ári. Astæðan fyrir þessu er
einkum sú, að Fínull hf. í Borgamesi var
tekin til gjaldþrotaskipta. Kanínubændur áttu
meira en eins árs afurðir inni hjá Fínull hf.,
og eru ekki líkur á, að þeir fái neitt upp í
kröfur sínar við gjaldþrotaskiptin.
Núverandi leigutakar þrotabúsins hafa
ekki viljað kaupa fiöu af bændum, en flytja hana inn fyrir svipað verð og
bændur áttu að fá samkvæmt samningi við Fínull áður. Ekki er heldur
trúlegt, aó kanínubændum þyki fýsilegt að skipta við þetta fyrirtæki, þar
sem það er í raun rekiö af sömu aðilum og fyrir gjaldþrot.
Enginn annar aðili er í landinu, eins og er, sem vill kaupa fiðu til
vinnslu, o| ekki hefir tekist að finna markað erlendis, sem hægt er að
byggja á. Ahugi á loðkanínurækt er þó allmikill, og margir kanínubændur
halda við stofninum (fáum dýrum) í von um, að úr rætist.
Talsvert er spurt um kanínurækt, og þeim fer fjölgandi, sem eru með
tiltöluiega fá dýr og vinna úr fiðunni heima, en sú aðferð hefir gefist vel í
Noregi.
Eins og fram kom í skýrslu minni fyrir sl. ár, eru starfandi nokkrir hópar
víðsvegar um landið, sem spinna og vinna fiðu, og gengur sú starfsemi
bærilega. Þar er ýmist unnið úr fiðunni eintómri eða henni er blandað
saman við sauðaull til að fá meiri léttleika og styrk í flíkumar. Vaxtar-
möguleikar loðkanínuræktar eru trúlega helstir á þessu sviði.
Fyrirhugað er námskeið í kanínurækt að Hvanneyri í samvinnu við
„Ullarselið“, þar sem tengt verður saman framleiðsla á fiðu og úrvinnsla úr
henni.
84