Búnaðarrit - 01.01.1994, Side 101
Tilraunafjárhús á Hesti í Borgarfirði var fullteiknað fyrri hluta ársins.
Byggt var á þeirri hönnunarvinnu, sem fram fór á árinu 1992. Þetta var
býsna tímafrekt verkefni, því að ákveðið var í upphafi, að verkið yrði boðið
út undir umsjón Framkvæmdadeildar Innkaupastofnunar ríkisins, og þurfti
því að vinna nákvæmar teikningar. Við gerðum allar teikningar nema
raflagnateikningar, sömdum verklýsingu og unnum önnur útboðsgögn.
Þessi „pakki“ var tilbúinn hjá okkur í byrjun maí. Að undangengnu útboði
var samið við Stefán Olafsson, byggingameistara í Borgarfirði. Verkið
hófst hinn 27. júlí með því, að Halldór Blöndal, landbúnaðarráðhena, tók
fyrstu skóflustunguna. Við Sigurður höfum fylgst með byggingarfram-
kvæmdum og farið nokkrar ferðir á staðinn. Eftirlit af hálfu verkkaupa
hefur verið á hendi Þráins Sigurðssonar hjá Framkvæmdadeild Innkaupa-
stofnunar ríkisins. Fé var hýst í húsunum í byrjun desember, en áætlað er,
að framkvæmdum við húsið ljúki að fullu næsta vor.
Að síðustu vil ég nefna sérstaklega verkefni við skipulagsbreytingu á
fjósinu á Bændaskólanum á Hvanneyri. Þar endurskipulagði ég suðurenda
hússins þannig, að aðstaða til mjalta og kennslu vió mjaltir svo og aðkoma
starfsfólks og gesta í húsið yrði mun betri en nú er. Smákálfastíur verða
færðar inn í fjósið, og í staðinn fæst rými fyrir skrifstofu og kennslu-
aðstöðu auk snyrtiherbergis. Mjólkurhús verður endumýjað og tæki í
mjaltabás.
Ferðalög. Ferðalögin voru flest tengd þeim teikniverkefnum, sem við
tókum að okkur. Við Sigurður reyndum eins og undanfarin ár að heimsækja
bændur og líta á staðhætti, áður en vinna við gerð teikninga fyrir þá hófst.
Einnig komum við á nokkra staði, þar sem byggingaframkvæmdir eftir
okkar teikningum stóðu yfir, og skoðuðum nokkur fullbúin hús. Ferðadagar
hjá mér innanlands urðu alls 16 heilir og 11 hálfir dagar. Telst mér til, að ég
hafi komið á 62 bæi. 25. júlí var ég viðstaddur formlega vígslu reiðhallar
að Leirubakka í Landsveit, en það hús teiknuðum við árið 1992.
Við Sigurður fórum til Danmerkur í lok janúar og skoðuðum Agromek
landbúnaðarsýninguna í Heming á Jótlandi. Þar var að vanda margt að sjá,
enda er sú sýning meðal stærstu landbúnaðarsýninga, sem árlega eru
haldnar í Evrópu.
Önnur störf. Ég á sæti í Verkefnaráði í bútækni og sat tvo fundi ráðsins á
árinu, en þeir voru báðir haldnir á Hvanneyri. Þá hef ég tekið þátt í
undirbúningi verkefnis varóandi söfnun og skráningu upplýsinga um fjós á
íslandi. Ég sótti nokkra fyrirlestra á Ráðunautafundi og var skipaður í
undirbúningsnefnd Ráðunautafundar 1994. Gengið hefur verið frá dagskrá
þess l'undar.
Að lokurn vil ég þakka samstarfsmönnum mínum á B.B.Í. þeim Eysteini
og Sigurði svo og öðru starfsfólki Búnaðarfélags íslands fyrir ánægjulegt
samstarf á árinu.
95