Búnaðarrit - 01.01.1994, Page 105
Búnaðarhagfræði
Ketill A. Hannesson
Veikindi leiddu til þess, aó ég kom ekki til
starfa fyrr en í byrjun júní. Þá hafði ég verið
frá störfum í sex mánuði. Eg vann þó
allmikið í janúar, febrúar og mars til þess að
stuðla að því, að þróun Búbótar stöðvaðist
ekki og ný útgáfa sæi dagsins ljós á réttum
tíma. Var sú vinna unnin heima. Lengst af
hafði ég símatíma frá klukkan 11 til 12.
Eins og áður fór töluverður tími í þjónustu
við búnaðarsamböndin og bændur, sem nota
Búbót. Aætlanagerð tók töluverðan tíma, og
lagði ég grunn að nokkuð breyttri útgáfu af
Búhag. Var þá tekið mið af því stjómkerfi, sem nú er í notkun. I stað þess
að nota framlegð á einingu voru áætlaðar tekjur og gjöld fyrir búið í heild
og reiknað út frá áætlun um greiðslumark næstu 5 árin. Framkvæmdahugur
er ekki mikill í bændum þessa dagana og arðsemisútreikningar því lítið á
dagskrá.
I árslok var vinnuaðstaða mín bætt með betri tölvubúnaði. Fistölva og
fisprentari var keyptur, sem nýtist bæði á skrifstofu og ferðalögum. A
skrifstofu var keypur aukaskjár og lyklaborð.
Þróun Búbótar. Ingólfur Helgi Tryggvason hjá Hugmóti h.f, annaðist
alla forritunarvinnu á Búbót. Samráðsnefnd Jóns Hólm Stefánssonar og
Gunnars Sæmundssonar tók þá ákvörðun að velja næst þróun á viðskipta-
mannabókhaldi, eins og skýrt var frá í síðustu starfsskýrslu. Meginrökin
voru þau, að slíkt mundi auka og breikka notendahóp Búbótar og þá
einkum hugsað um að ná til bænda í þeim búgreinum, sem ekki eru með
Búbót í dag. Kynning á viðskiptamannabókhaldinu og útskrift reikninga
hefur ekki verió mikil, og of fáir bændur hafa notað þessa nýjung.
Notendahópurinn nær hins vegar til margra, einkum má nefna bleikju-
framleiðendur, kjúklingabændur og bændur í ferðaþjónustu að ógleymdu
flugfélagi í eigu bænda. Breytingar á skattalögum, einkum fymingar-
skýrslunni, voru teknar inn í Búbót. Nokkuð hefur hins vegar borið á því,
99