Búnaðarrit - 01.01.1994, Page 107
Samanburður á niðurstöðum úr bókhaldi bænda hefur verið gerður allt
frá árinu 1969. Eftir að Búbót kom til sögunnar og búreikningamir fóru
frá Búnaðarfélaginu til búnaðarsambandanna hefur ekki verið unnið
markvisst að samanburði á niðurstöóum til að hagnýta búreikningana til
aukinnar hagræðingar í búskap. Stærstu búnaðarsamböndin hafa unnið
töluvert í þessu verkefni einkum Búnaðarsamband Suðurlands og
Búnaðarsamband Eyjafjarðar. Þessi búnaóarsambönd hafa kynnt Þráni
þau verk, sem unnin hafa verið, og þær hugmyndir, sem uppi eru um
framhald. Hagþjónusta landbúnaðarins kemur einnig að þessu verki, og
verður það unnið í samvinnu við hana.
Samstarf við Hagþjónustu landbúnaðarins. Búnaóarfélag íslands og
Hagþjónusta landbúnaðarins munu vinna meira saman að þeim
verkefnum, sem snúa að búnaðarhagfræði í framtíðinni en hingað til.
Verkaskipting milli þessara stofnana hefur skarast töluvert. Ný stjórn
Hagþjónustunnar hefur tekið þessi mál föstum tökum, og hefur nú verið
gert samkomulag um verkaskiptingu og einnig um nánara samstarf til að
tryggja samræmi og hindra tvíverknað. Fundir verða haldnir nokkuð
reglulega með mér, Þráni, Valdimari og starfsfólki Hagþjónustunnar.
Tveir fundir voru haldnir á árinu 1993 og samræmd skilgreining á
framlegð og hálfföstum kostnaði. Á síðari fundinum var einnig rætt urn
samræmdara lyklakerfi og hugmyndir sendar til umsjónarmanna bænda-
bókhalds. Verkaskipting á milli Hagþjónustunnar og búnaðarhagfræði-
ráðunautar er þessi í aðalatriðum: Hagþjónustan annist úrvinnslu úr
búreikningunum og birti þær árlega í ársskýrslu eins og hingað til.
Jafnframt annist Hagþjónustan hagrannsóknir auk vinnurannsókna.
Samstarf verður um forritagerð, þannig að B.í. sér um áætlanagerð og
samanburð á milli búa, en Hagþjónustan um reiknilíkön fyrir einstakar
búgreinar. Faglega vinna stofnanirnar saman að þessari hugbúnaðargerð,
og ef til vill mun áætlanagerð og reiknilíkön verða að hluta til sameinuð.
Hagþjónustan hefur nú þegar sett upp ramma af reiknilíkönum fyrir
hefðbundnar búgreinar. Leiðbeiningar til bænda verða á vegum B.í. og
búnaðarsanrbandanna. Viðhald og þróun Búbótar verður áfram hjá B.I.
að teknu tilliti til óska Hagþjónustunnar. Samvinna og samstarf mun
vonandi leiða til betri nýtingar starfskrafta og tryggja vandaðri vinnu-
brögð. Hagskýrslugerð verður á vegunr Hagþjónustunnar.
Fundir og ferðalög. I júní og byrjun júli var ferðast um Suðurland. I
ágúst var feróinni heitið til búnaðarsambandanna á Vesturlandi. Einnig
var komið til bænda. Þá var ferðinni heitið til Þórarins Sveinssonar aó
Hólum í Reykhólasveit og síðar til Brynjólfs Sæmundssonar, ráðunautar í
Strandasýslu. Bændur á þessum svæðum voru einnig heimsóttir. Mikil
aukning hefur orðið í þátttöku í búreikningahaldi hjá Þórami Sveinssyni.
Reyndar er það svo, að aukning hefur orðið mest hjá honum. I lok ágúst
101