Búnaðarrit - 01.01.1994, Side 110
Á hverju ári fer mikill tími í það að sinna gæðaeftirlitinu, sem viðhaft er.
Næstum allir bæir voru heimsóttir á þessu ári, og í suma landshluta þurfti
að fara fleiri en eina ferö. Þá var um að ræða skoðun endurbóta, sem óskað
hafði verió eftir, að yrðu geróar. Þeir, sem eru að hugleiða að hefja ferða-
þjónustu og hafa beðið um leiðbeiningar, eru einnig heimsóttir í þessum
ferðum.
Sala. I byrjun ársins gætti nokkuiTar svartsýni innan ferðaþjónustu-
greinarinnar í heild sinni, og menn væntu þess að sjá stöðnun í komurn
erlendra ferðamanna til landsins. Það gekk þó ekki eftir, því að komur
erlendra ferðamanna hafa aldrei verið fleiri en í ár eða 157.326.
Veðurfarið var mjög óvenjulegt, þannig að varla var um aó ræða sumar á
norður- og austurlandinu, en alveg sérstaklega gott veður á suður- og
vesturlandinu. I tengslum vió þetta kom mikilvægi fyrirframpantana glögg-
lega í Ijós. Áberandi var, að útlendingar jafnt sem Islendingar, sem ekki
höfðu pantað fyrirfram, ferðuðust eftir veórinu, og velgengnin á bæjunum
var víða tengd veðráttunni. Þetta var þó öóruvísi á þeim bæjum, sem mikið
fá af fyrirframpöntunum. Það fólk skilar sér jafnan.
Fyrirfram ákveðnum hópferðum er ekki raskaó í svona árferði, en
töluverður hluti ferðaþjónustubænda hefur orðið aðstöðu til að taka á móti
hópum. Á vegum Ferðaþjónustu bænda hf. var á árinu hafin sala á reglu-
legum hópferðum um landið, þar sem nýtt var aðstaða bænda.
Utgáfa. Utgáfan á þessu ári var enn meiri en áður, en samtals voru
prentaðir 83000 upplýsingabæklingar um þjónustu ferðaþjónustubænda.
Formið var svipað og undanfarin ár, þannig að um þrjár tegundir bæklinga
er að ræða: upplýsingabæklinga á ensku og íslensku og yfirlitsbæklinga
(einblöðunga) á sex tungumálum. Þar að auki var unninn og prentaóur
erlendur bæklingur ársins 1994 og vinnuhandbók söluaðila (Tour Opera-
tors Guicle) gefin út.
Silungsveiði. Það fór mikið fyrir stangveiðimálum á árinu. Á vegum
Samstarfsnefndar um silungsveiði, sem ég á sæti í, var gefinn út upplýs-
ingabæklingur um silungsveiði og honum dreift í skólana til allra 12 ára
bama í landinu. Fyrstu eintökin voru afhent bekkjardeild í Laugamesskóla
á kynningu, sem fram fór í Húsdýragarðinum í apríl.
I maímánuði var gefinn út Veiðiflakkari í fjórða sinn. Þessi útgáfa
heppnaðist vel vegna þess, að mikið fleiri aðilar en áður sýndu málinu
áhuga, gáfu upplýsingar og vildu vera með. Núna er því um aó ræða
upplýsingahandbók, þar sem fjallað er um 70 silungsveiðisvæði (vötn og
ár) um allt land.
Veiðiflakkarinn var töluvert vel kynntur hér innanlands, m.a. á
stangveiðisýningu, sem haldin var í Perlunni í maí og á svokölluðum
„Sveitadögum" í Kolaportinu, en þar var einnig kynntur nýr bæklingur
Feróaþjónustu bænda.
104