Búnaðarrit - 01.01.1994, Síða 112
Búnaðarblaðið Freyr
Matthías Eggertsson
Litlar breytingar urðu á útgáfu Freys á árinu.
Þó var slegió saman janúarblöðum í eitt
hefti, 1.-2. tbl. Út kom því 21 hefti, þar sem
eitt hefti kom út í júlí og eitt í ágúst eins og
undanfarin ár, en tvö hefti aðra mánuði.
Blaðið er að lágmarki 40 síður, en öðru
hverju er óhjákvæmilegt að stækka blaðió,
svo sem þegar birt eru tíðindi frá aðalfundi
Stéttarsambands bænda eða ályktanir Bún-
aðarþings. Blaðinu barst óvenjulega mikið af
efni til birtingar á árinu, og tókst að miklu
leyti að koma því út, þó að leitast væri við að
halda stærð hvers heftis í 40 síðum í spamaðarskyni.
Ritinu Hugmynclaskrá landhúnaðarins var dreift með ágústblaði. Það er
50 bls. í sama broti og Freyr, og að útgáfu þess stóðu bændasamtökin með
tilstyrk Framleiónisjóðs landbúnaðarins. Útgáfunefnd skipuðu Hákon
Sigurgrímsson, form., Arnaldur Bjamason, Árni Snæbjömsson, Helga
Guðrún Jónasdóttir, Matthías Eggertsson og Stefán Skaftason. Þetta er
önnur útgáfa ritsins, en fyrsta útgáfan kom út árið 1987. Auk sjálfrar
hugmyndaskrárinnar eru að þessu sinni upplýsingar um m.a. stofnun
rekstrar, fjármögnunarleiðir, skattaleióbeiningar, þjónustustofnanir og
aðila, sem leita má til við atvinnusköpun, og skóla, sem tengjast fræðslu
um atvinnumál í dreifbýli. Upplag ritsins var 6000 eintök.
Rekstur Freys þyngdist mjö| á árinu, en ársreikningar blaðsins liggja
ekki fyrir, þegar þetta er ritað. Áskriftargjald var aó þessu sinni innheimt í
tvennu lagi. Gjaldið til blaðsins var óbreytt frá árinu áður eöa kr. 3.300, en
frá miðju ári lagóist á það 14% virðisaukaskattur þannig að innheimt var
kr. 1.650 fyrir fyrrihluta ársins en kr. 1.881 fyrir hinn síðari.
Auglýsingatekjur drógust saman um nálægt kr. 780 þúsund eða u.þ.b.
15%. Áskrifendur í árslok voru um 2940 og hafði fækkað um nálægt því
100 á árinu. Auk þess eru um 60 erlendir áskrifendur. Nokkur dæmi voru
um, að menn segðu upp áskrift að blaðinu og bæru því við, aó þeir hefðu
ekki lengur efni á að kaupa það.
106