Búnaðarrit - 01.01.1994, Page 113
Um mánaðamótin júlí-ágúst kom til landsins Lodve Laksá, ráðunautur í
Tromsfylki í Noróur-Noregi, en hann hafði hlotið námsstyrk til þriggja
mánaða dvalar á Islandi frá Norrænu ráóherranefndinni. Ég tók að mér að
skipuleggja dvöl hans og vera honum að öðru leyti innan handar, meðan á
dvöl hans stóð hér á landi. Lodve Laksá kynnti sér í upphafi stofnanir
landbúnaðarins í Bændahöllinni, einnig aflaði hann sér upplýsinga í
landbúnaðarráðuneytinu og hjá ýmsum fleiri aðilum í Reykjavík, innan
sem utan landbúnaðar, en hann ferðaðist jafnframt töluvert um landið.
Hann hafði m.a. aðsetur á Selfossi um nokkurra vikna skeið og naut
leiðsagnar ráðunauta Bsb. Suðurlands. Þá dvaldist hann um tíma á
Hallormsstað og naut þar fyrirgreiðslu starfsmanna Skógræktar ríkisins.
Hann vann í rúmar þrjár vikur í Grímshúsum í Aðaldal á búi þeiiTa
Halldóru Jónsdóttur og Guðmundar Hallgrímssonar, og að lokum má nefna
dvöl hans hjá Flúðasveppum á Flúðum, en sá rekstur var honum e.t.v.
óvæntastur af því, sem hann kynntist í Islandsferðinni. Ég færi hér með
öllum þeim, sem greiddu götu hans, þakkir fyrir aðstoðina.
Samskipti við Landbúnaðarháskólann á Ási í Noregi, NLH. Ég hafði
eins og undanfarin ár umsjón með umsóknum íslenskra námsmanna um
skólavist við NLH. Haustið 1993 var eftirfarandi stúlkum veitt skólavist: í
búfjárrækt: Lilja Grétarsdóttir, Hávarðsstöðum, Leirár- og Melasveit. í
landslagsarkitektur: Inga Rós Eiríksdóttir, Hjarðarslóð lc, Dalvík, og
Svanhildur Gunnlaugsdóttir, Laugardælum, Hraungerðishreppi. í naturfor-
valtning: Ragnhildur Sigurðardóttir, Reykjakoti, Ölfusi.
Á árinu barst frá NLH uppkast að samstarfssamningi milli Norges
Landbrukshpgskole annars vegar og Háskóla íslands, Bændaskólans á
Hvanneyri og Búnaðarfélags Islands hins vegar, um rannsóknir og kennslu
í landbúnaði. Þess er að vænta, að gengið verði frá þessum samningi
snemma árs 1994.
Ferðalög. Ég sótti fulltrúaráðsfund og námskeið í Helsinki í Finnlandi,
ásamt Jóni Helgasyni formanni BÍ, dagana 17.-19. september á vegum
Norrænu fullorðinsfræðslunnar. Efni námskeiðsins var Menningarlíf í EB.
(Kulturlivet i Den Europeiske Gemenskapen). Fund þennan og námskeió
sótti ég á vegum Stéttarsambands bænda og skilaði því skýrslu um ferðina.
Önnur störf. Ég annaóist ásamt Óttari Geirssyni ritstjórn Handbókar
bænda. Þá hafði ég umsjón með útgáfu Árbókar landbúnaðarins.
Ég þakka Júlíusi, meðritstjóra mínum, starfsfólki landbúnaðarins í
Bændahöllinni og utan hennar sem og öðrum, sem ég hef haft samskipti
við vegna Freys og annars, samstarf á árinu.
Ritskrá:
Sjá Frey 1993.
107