Búnaðarrit - 01.01.1994, Side 114
Búnaðarblaðið Freyr
Júlíus J. Daníelsson
Störfin við Frey eru mjög svipuð frá ári til
árs, þ.e. að skrifa í blaðið, afla efnis í þaó,
taka viðtöl, taka myndir, lesa prófarkir, brjóta
um blaðið o.s.frv. Um rekstur og útgáfu
Freys vísast til starfsskýrslu Matthíasar,
starfsbróður míns, hér að framan.
Freyr hefur í mörg ár verið unninn í sömu
prentsmiðjunni, sem til skamms tíma hét
Gutenberg hf., en nú Steindórsprent-Guten-
berg hf. Hafa sömu starfsmenn þeirrar
prentsmiðju unnið að útgáfu blaðsins árum
saman, og hefur samstarf við þá verið mjög
ánægjulegt.
Ferðir. Ég ferðaðist nokkuð á árinu til að afla efnis í blaðið með
viðtölum og myndatökum, m.a. ferðaðist ég í því skyni um nokkur héruð
með Arnaldi M. Bjamasyni, atvinnumálafulltrúa Stéttarsambands bænda.
Var einstaklega áhugavert að fylgjast með þeim verkefnum í atvinnulífi í
sveitum, sem til hefur verið stofnað eða eru í undirbúningi, og hefur ýmissa
þeirra verið getið í Frey. Kann ég Amaldi bestu þakkir fyrir boð og
samfylgd.
Dag einn í júní fór ég sem fararstjóri um Suðurland með hóp norræns
fólks, sem hér var statt á ráðstefnu um fullorðinsfræðslu, og 11. ágúst fór
ég um Suóurnes með hóp gesta frá Evrópu og Ameríku, sem hér voru á
alþjóólegri ráðstefnu um hrossarækt.
Önnur störf. Ég sat í nefnd, sem sá um Ráðunautafund 1993, og var
ritari Búnaðarþings, sem var að störfum dagana 1.-10. mars. Þá sá ég að
nokkru um erlendar bréfaskriftir fyrir Ráðningarstofu landbúnaðarins og
þýðingar fyrir aðrar landbúnaðarstofnanir.
Ég þakka Matthíasi, starfsbróður mínum, starfsfólki Búnaðarfélags
Islands, Stéttarsambands bænda, Framleiðsluráös landbúnaðarins, Upplýs-
ingaþjónustu landbúnaðarins og öðrum, sem hafa átt viðskipti við Frey á
árinu, fyrir samstarfið.
Ritskrá :
Sjá rilskrá Frcys / 993.
108