Búnaðarrit - 01.01.1994, Blaðsíða 119
búnaðarmálastjóri, og samstarfshópur um þróunarverkefni fjölluðu um þetta
mál árið 1992. 1 hópnum eiga sæti: Jón Hólm Stefánsson, bóndi, Gljúfri,
Gunnar Sæmundsson, bóndi, Hrútatungu, Ketill Hannesson, hagfræði-
ráðunautur, og undirritaður. Jóni Viðari Jónmundssyni, búfjárræktarráðunaut.
og undirrituðum var falið að vinna að málinu, og tókust samningar milli
Hjálmars og B.I. fljótlega á árinu 1993. Fagráð í sauðfjárrækt veitti styrk til
að standa straum af stofnkostnaði við útgáfu 1.0 af Fjárvísi.
Hjálmar hefur unnið sleitulaust að forritun Fjárvíss frá árinu 1992 í nánu
samstarfi við Jón Viðar og í fyrstu við Jóhannes Ríkharðsson, héraðs-
ráðunaut í Skagafirði. Eg hefi séð um útsendingu á nýjum útgáfum af
Fjárvísi og gagnasendingum í samstarfi vió Hjálmar og Jón Viðar.
Fyrir vorið 1993 var send út fyrsta útgáfa af Fjárvísi, sem nefnd var 0.5,
til prófunar hjá 23 bændum. Þeir bændur, sem voru þátttakendur í skýrslu-
haldi í sauðfjárrækt fyrir, fengu sendar meó ærbækur á tölvutæku formi,
sem sparaði þeim innslátt á grunnupplýsingum um æmar. Jafnframt fylgdu
með upplýsingar um hrúta viðkomandi fjárræktarfélags og sæóingahrúta.
Hjálmar hefur verið tengdur tölvupóstkerfi félagsins, en erfitt er að
ímynda sér, hvemig úr þessu árangursríka samstarfi milli B.I. og Hjálmars
hefði getað orðið án milligöngu tölvupóstsins. Tölvusamskiptatæknin hefur
gert allar vegalengdir afstæðar.
Samtals hafa notendur fengið í hendur fjórar útgáfur, þegar þetta er
skrifað: 0.5, 0.7, 0.8 og 0.8a. Með útgáfu 1.0, sem koma á til dreifingar i
byrjun febrúar 1994, verður grunnur forritsins tilbúinn, sem inniheldur
skráningarhluta forritsins með villuprófun, öll gagnasamskipti með öflugri
villuprófunum að vori og hausti, uppflettingu í skrám og helstu skýrslur.
Semja þarf síðan í framhaldi af því við Hjálmar um áframhaldandi þróun,
þar sem tekið verður mið af þeim óskurn, sem komið hafa frá notendum.
Haldið verður áfram að fullsmíða Fjárvís samhliða sameiginlega skýrslu-
haldinu í sauðfjárrækt. Samstarf allra, sem komið hafa að smíði Fjárvíss,
hefur verið afburðagott og ánægjulegt, og ber þar ekki síst að nefna
notenduma sjálfa, sem hafa sýnt góðan skilning og hæfileika til að tileinka
sér forritið á skömmum tíma. Notendur Fjárvíss hafa nú skilað inn vor- og
haustuppgjöri og fengið til baka uppgjör til innsetningar. Prófunum er þar
með lokið á grunnþáttum forritsins. I febrúar 1994 verður hafin leiga á
Fjárvísi til allra, sem áhuga hafa.
A árinu samdi ég forritið Odda fyrir afkvæmarannsóknir á hrúturn og
mat á líflömbum. Fonitið vann ég fyrir Jón Viðar Jónmundsson, búfjár-
ræktarráðunaut. Forritið er samið í sama þróunarumhverfi og Fengur. Ég
samdi tvær útgáfur af forritinu 0.5 og 0.7 ásamt handbók. Forritið var
notað í nokkrum búnaðarsamböndum í haust vió afkvæmarannsóknir og
við skráningu líflamba í tölvudeild B.I. og verður svo áfram næstu árin. að
ég vænti.
113